is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32435

Titill: 
  • Hláturinn lengir lífið : trúðaleikur í skólastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skoðað hvernig trúðaleikur gagnast börnum í skólastarfi. Að auki er fjallað um bakgrunn trúða og rætt um gerðir þeirra allt frá upphafi þess að trúðar voru skapaðir til dagsins í dag. Höfundur vann trúðasýningu í Grunnskóla Hornafjarðar í janúar, febrúar og mars árið 2018 og stóð ferlið yfir í 8 vikur. Nemendur í 9. og 10. bekk tóku þátt.
    Á þessum átta vikum æfðu nemendur trúðasýningu og fluttu fyrir börn á leikskólastigi og yngsta stigi grunnskóla í sveitafélaginu Hornafjarðar. Sýningin fór fram í tónlistarsal Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu. Undirrituð hjálpaði nemendum að skapa sinn trúð og var til stuðnings við smíði sýningarinnar, en sýningin var alfarið undir nemendum komið. Eftir
    trúðasýninguna svöruðu nemendur nokkrum spurningum sem tengdust ferlinu frá fæðingu trúðsins þeirra og að trúðasýningu, að auki var spurt hvort ferlið hefði haft áhrif á líðan nemendans.

Samþykkt: 
  • 26.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32435


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed_lokaritgerð_trúðaleikur_hafdishauks.pdf264.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_20180530_0002.pdf443.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF