is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32436

Titill: 
  • Matartímar ungra barna í leikskóla : hlutverk leikskólakennara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með ritgerðinni er að afla þekkingar og auka skilning á hlutverki leikskólakennara í máltíðum ungra barna og hvernig umhyggja og nám fléttast inn þær aðstæður. Einnig er ætlunin að skoða hvort umgjörð máltíðanna skipti máli þegar nám barnanna er annars vegar, þar sem máltíðir í leikskóla eru daglegir þættir í starfinu og mikilvægur hluti af námi barna.
    Byrjað á fara yfir hvernig umhyggja og nám barna tengist þar sem segir í aðalnámskrá leikskóla að hugtökin uppeldi, umönnun og menntun myndi eina heild (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011, bls. 32) og því verður byrjað á að fara yfir hvernig umhyggja og nám barna tengist saman. Þá verður farið í hvernig umhyggja og lýðræði tengist og einnig verður skoðað hvað segir í aðalnámskrá um máltíðir.
    Skoðað verður hvaða hlutverki leikskólakennarinn gegnir í máltíðum og hvernig skipuleggja þarf starfið í kringum þær til að hægt sé að nýta þær markvisst sem nám. Að lokum verður skoðað hvað rannsóknarniðurstöður segja um leikskólamáltíðir og hlutverk leikskólakennarans í þeim
    Ritgerðin getur nýst þeim sem vilja að máltíðir í leikskóla verði markvissari hluti af námi barnanna og einnig þeim sem vilja gera umhyggju að mikilvægari þætti í leikskólastarfi.

Samþykkt: 
  • 27.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32436


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing vegna lokaritgerðar_JGB.pdf258.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Matartímar ungra barna í leikskóla.pdf480.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna