is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32439

Titill: 
 • Viðhorf mæðra til upphafs leikskólagöngu og þátttöku þeirra í leikskólastarfinu
 • Titill er á ensku Perspectives of mothers at beginning of preschool and their participation in the preschool program
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun og viðhorf foreldra til upphafs leikskólagöngu barna þeirra í þeim tilgangi að öðlast innsýn inn í reynslu foreldra af aðlögunarferlinu. Aðlögun barna og foreldra við upphaf leikskólagöngu barnsins felst í því að barn og foreldrar kynnast aðstæðum leikskólans og barnið venst því að vera þáttakandi í leikskólastarfi og kynnist nýjum daglegum veruleika.
  Rannsóknin byggðist á eigindlegri rannsóknaraðferð og voru viðtöl notuð við gagnaöflun. Viðmælendurnir voru mæður sex barna sem voru í aðlögun í þremur leikskólum haustið 2017. Aðferðirnar sem skoðaðar voru eru hið svokallaða hefðbundna form aðlögunar og þátttökuaðlögun sem hefur aukist sem aðlögunarform leikskóla hér á landi undanfarin ár.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að almenn ánægja var með báðar aðferðirnar sem notaðar voru við aðlögun barna. Þátttakendurnir lýstu yfir ánægju sinni með aðlögunarferlið, upplýsingagjöf og samstarf við starfsfólk leikskólanna í kjölfar aðlögunar. Niðurstöðurnar sýndu einnig hversu veigamiklu hlutverki foreldrasamstarf gegnir og hversu mikilvægt það er fyrir foreldra. Viðmælendurnir höfðu miklar væntingar til samstarfsins og vildu að börnin þeirra væru í góðum höndum og að samstarfið grundvallaðist á gagnkvæmri virðingu og jákvæðum samskiptum. Í niðurstöðunum komu fram vísbendingar um að þátttökuaðlögun veiti foreldrum aukna innsýn inn í leikskólastarfið. Allir þátttakendurnir voru sammála um að samstarf á milli foreldra og starfsfólks leikskóla væri mikilvægt vegna þess að börnin dvelja stóran hluta vökutíma síns í leikskólanum og starfsfólkið tekur virkan þátt í uppeldi barna þeirra. Út frá þessum niðurstöðum má álykta að form aðlögunar virðist ekki hafa áhrif á ánægju foreldra með aðlögunarferlið og báðar þessar aðferðir geta því talist heppilegar við aðlögun barna. Það má því einnig álykta að aðrir þættir en aðlögunarferlið sjálft hafi áhrif á ánægju foreldra með starf leikskólans. Þar sem viðmælendurnir voru fáir er ekki hægt að alhæfa um að þetta sé mat allra foreldra varðandi aðlögun barna við upphaf leikskólagöngu.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of the following research is to document experiences and attitudes of parents as their children begin preschool, with the aim of gaining insight into parental perspectives on approaches to the transitional process. The transition of children and parents at the start of preschool involves them becoming familiar with the preschool environment and the child becoming a participant in the preschool’s program and adjusting to a new reality.
  The research was conducted through qualitative research methods and interviews were used to gather data. Interviewees were mothers of six children that had undergone adaptation in three different preschools in the fall of 2017. The methods are traditional transition and participatory transition, which has gained popularity in Iceland in recent years.
  The results indicate a generally positive attitude towards both approaches of transition. The interviewees expressed contentment with the transition process, the relaying of information and the cooperation with the school staff in the aftermath of the transition. The results also show the importance of parental involvement and its value to parents. The interviewees had considerable expectations towards the preschool staff, wanted their children to be in good hands and that the cooperation would be characterized by mutual respect and positive communications. Results suggest that participatory transition provides
  an increased insight into the preschools´ program. All participants agreed that the cooperation between parents and preschool staff was important due to the substantial portion of the children’s waking hours spent at preschool and because the staff play an active role in the raising of their children. The researcher infers from the data that the
  method of transition does not seem to affect attitudes of the parents about the process and both methods should therefore be considered adequate for the transition of preschoolers. It can also be inferred that factors other than the transitional process affect the parents’
  attitudes towards the preschools. Due to the small numbers of interviewees it is not possible to deduce that this would be the assessment of all parents of preschoolers after their preschool transition.

Samþykkt: 
 • 27.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32439


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed_Kristbjörg_Heiðrún_Harðardóttir_2019 lokaútgáfa.pdf674.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 khh.pdf85.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF