is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32440

Titill: 
  • ,,Í takt við trendið’’ : hugmyndir á lífstílsbloggum sem verið er að miðla til unglingsstúlkna varðandi mataræði, hreyfingu og útlit
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lífstílsblogg eru fyrirbæri sem tilheyra hópi samfélagsmiðla nú til dags. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn þar sem orðræðugreiningu er einnig beitt til þess að skoða hvaða hugmyndum er verið að miðla til unglingsstúlkna á lífstílsbloggum varðandi mataræði, hreyfingu og útlit. Fjallað er um mataræði, hreyfingu og útlit á þremur bloggsíðum sem teknar voru til skoðunar, en það voru síðurnar Dætur.is, Króm.is og Pigment.is. Valdar voru færslur af þessum þremur bloggsíðum sem síðan voru flokkaðar í þemi og orðæða þeirra skoðuð sérstaklega. Helstu niðurstöður þessara þema er að lögð sé áhersla á hollt mataræði, grannholda líkamsbyggingu með áherslu á rass og læri ásamt andliti sem prýtt er með snyrtivörum, og eru það þau samfélagslegu samþykktu viðmið sem átt er við. Einnig eru helstu niðurstöður þær að ákveðin þrástef er að finna í samfélaginu hvað varðar ofantalin málefni, og ásamt hverju þrástefi fylgir þöggun sem snertir þau. Þessar þagganir hafa orðið til vegna þeirra samfélagslegu samþykktu viðmiða sem snertir hvert og eitt þema. Út frá niðurstöðum tel ég þörf á að fræðsla varðandi efnið sé mikilvæg fyrir unglingsstúlkur, foreldra þeirra og aðra einstaklinga til þess að stuðla að vitundarvakningu og opna huga þeirra fyrir þeim þrástefum sem eru til staðar í samfélaginu hvað varðar þau samfélagslegu samþykktu viðmið um útlit kvenna, ásamt því að veita betri innsýn í það hversu áhrifamikil slík blogg geta verið.

Samþykkt: 
  • 27.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32440


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugmyndir_a_lifstilsbloggum_sem_verid_er_ad_midla_til_unglingsstulkna_vardandi_mataraedi_hreyfingu_og_utlit_-_lth3.pdf309.7 kBLokaður til...23.02.2020HeildartextiPDF
yfirlýsing_lokaverkefni.pdf203.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF