is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32446

Titill: 
 • Verðmyndun á íslenskum tónlistarflutningi við skemmtanahald : hvað kostar að láta skemmta sér?
 • Titill er á ensku Price formation of musical entertainers for performing their art in Iceland : how much does it cost to be entertained?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar var að kanna hvað stjórnar verðmyndun á íslenskum tónlistarflutningi við skemmtanahald á Íslandi. Framkvæmd var eigindleg rannsókn í formi viðtala þar sem rætt var við fimm viðmælendur sem hafa ekki einvörðungu reynslu heldur djúpan skilning á hvaða þættir stjórna því sem til rannsóknar er. Rannsóknin sem slík gæti þannig gefist vel sem hagkvæmur fyrirbúnaður fyrir umfangsmeiri megindlegar rannsóknar eða gefið tilefni til þess að draga fram í dagsljósið ákveðin viðfangsefni sem ekki hafa verið gerð skil á áður.

  Með verðmyndun er átt við það samspil milli framboðs og eftirspurnar á frjálsum markaði sem ákvarðar verð og magn vara og þjónustu sem skipta um hendur í hagkerfinu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að það sem stýrir verðmyndun á íslenskum tónlistarflutningi við skemmtanahöld eru saga, vinsældir, orðspor og efnahagsleg staða samfélagsins.

  Þá leiddu rannsóknir það í ljós að það verð sem tónlistarflytjendur taka fyrir að „skemmta öðrum“ hefur að sumu leyti staðið í stað í að minnsta kosti tvo áratugi og er með engu móti í takt við verðhækkanir samfélagsins. Því er verð á íslenskum tónlistarflutningi við skemmtanahald einungis 70% af því sem það ætti að vera ef miðað væri við vísitölu neysluverðs.

  Með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknarinnar dró höfundur þá ályktun að mikilvægt væri fyrir íslenska tónlistarflytjendur að sýna hvor öðrum samhug í baráttunni til aukinna launa. Í íslensku samfélagi væru vankantar á að tónlistarflytjendur hefðu hugrekki til slíks en með hliðsjón af útlögðum kostnaði, æfingum sem lægju að baki og annarra þátta þá væri ærið tilefni til þess að laga þá annmarka.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this essay was to explore what controls the price determination of musical entertainers for performing their art in Iceland. A qualitative research was performed where interviews were held with five people of great experience in the Icelandic music industry to get a better understanding of the factors that come in to play while trying to understand this price formation. This research could therefore set the tone for continued study regarding this matter to get an even better understanding.

  Price formation refers to the interaction between supply and demand in the free market that determines the price and amount of goods and services that change hands in the economy. The main findings of the study revealed that the price format is mostly controlled by history, popularity, reputation and economic status of the Icelandic society. The study also showed that the price for hiring performing artist has in, in some cases, been in place for almost two decades and is not in line with the price increases of society over that time. In fact, the research shows that the price is only about 70% of what it should be based on the consumer price index.

  Based on the findings of the study, the author concluded that it would be important for Icelandic musicians to show each other a cohesion in the fight for increased wages. Musicians could maybe then find the courage to get paid in full for all the work they have put in to get where they are today.

Samþykkt: 
 • 28.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32446


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SverrirBergmannMagnússon_BS_lokaverk.pdf735.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna