is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32447

Titill: 
 • Fjárfest í framtíðinni : eru íslensk vörumerki að auglýsa á árangursríkan hátt til lengri tíma litið?
 • Titill er á ensku Future Investments : are Icelandic brands advertising in an effective manner in the long run?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni var sjónum beint að skilaboðum auglýsinga íslenskra fyrirtækja. Rannsakað var hvort íslensk fyrirtæki séu að auglýsa með árangursríkum hætti, til lengri tíma litið með hliðsjón af vörumerkjavirði. Rannsóknin skilgreinist sem blönduð, þar sem um ræðir hvort tveggja megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir. Spurningakönnun var lögð fyrir almennan neytanda ásamt því að tekin voru viðtöl við sérfræðinga á fræðasviðinu og starfandi markaðsstjóra stórra íslenskra fyrirtækja. Rannsóknarspurningin sem leitast var eftir að svara og var sem leiðarljós við alla framkvæmd rannsóknarinnar er: Eru íslensk vörumerki að auglýsa á árangursríkan hátt til lengri tíma litið?
  Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar tekur til viðeigandi fræðagrunns þar sem finna má umfjöllun um vörumerki, vörumerkjavirði og víddir. Einnig er farið yfir helstu áherslur í markaðssamskiptum og greint frá tilgangi auglýsinga. Fjallað er um fyrri rannsóknir á viðfangsefninu og voru niðurstöður þeirra undirstaða spurningakönnunar í megindlega rannsóknarhlutanum.
  Helstu niðurstöður eru þær að mun fleiri en færri íslensk fyrirtæki leggja of mikla áherslu á daginn í dag og beita þar með í of miklum mæli söluhvetjandi skilaboðum, í formi afslátta og tilboða til þess að auka sölu þá og þegar. Ofnotkun slíkra söluhvata hefur neikvæðar afleiðingar þar sem neytendur leggja minna virði til vörumerkisins þar sem þeir eru síður reiðubúnir að greiða fullt verð fyrir vörurnar. Langtímaskilaboð; aukin vitund um vörumerkið, áminning og uppbygging ímyndar, spila lykilþátt í árangri til lengri tíma, ásamt því að framkvæma eigin rannsóknir á markaðnum til þess að uppfylla þær þarfir sem þar eru, gera með þeim hætti skammtímaskilaboð markvissari í leitni sinni við að mæta kröfum og óskum á markaðnum.

 • Útdráttur er á ensku

  In this thesis, the focus is directed towards advertising within Icelandic companies with an emphasis on the messages they send. A research was conducted, to see if Icelandic companies are advertising effectively in consideration to the long term on brand equity. The research is categorized as mixed methods, where it contains both quantitative and qualitative research method. Consumers answered questionnaires, as well as interviews were taken with specialists on their respective field and marketing managers of large Icelandic companies. A research question was put forward to fulfill the purpose of the research: Are Icelandic brands advertising in an effective manner in the long run?
  The research theoretical background is based on the appropriate academic foundation that covers brands, brand equity and it´s dimensions, as well as keypoints in marketing communication and the purpose of advertising. Former research on the subject was reviewed and were their findings the foundation for the questionnaire in the quantitative research.
  The key findings are that there are substantially more Icelandic companies that place too much emphasis on present day and use promotional messages excessively, in the form of discounts and offers to increase sales at any given time. Too frequent use of inducements, such as these, can have negative consequences on the brand, where it diminishes the brand equity and consumers are less inclined to pay full price for the products. The messages for the long run; increased brand awareness, keeping top of mind and building an image, are key factors in the long run. As well as conducting market research of their own to fulfill their costumer's needs along with making short-term messages more relevant to meet the demands and wishes of the market.

Samþykkt: 
 • 28.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VeraDoggHoskuldsdottir_BS_lokaverk.pdf3.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna