is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32449

Titill: 
 • Síminn Connect : CRM kerfi byggt á tengslaneti starfsmanna Símans
 • Titill er á ensku Síminn Connect : CRM system based on Síminn employees social networks
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Í þessu verkefni var sjónum beint að viðfangsefni sem tengist stjórnun viðskiptatengsla (CRM). Hugmyndafræði CRM var skoðuð frá öðru sjónarhorni en þekkst hefur, þar sem upplýsingum var safnað frá starfsmönnum fjarskiptafyrirtækisins Símans en ekki viðskiptavinum fyrirtækisins. Hugmyndin er að Síminn geti notað upplýsingar frá starfsmönnum sínum sem byggist á tengslaneti þeirra til að nálgast eftirsótta viðskiptavini. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við 30 starfsmenn Símans. Rannsóknarspurningin sem leitast var eftir að svara er: Vilja starfsmenn Símans opna á tengslanet sitt fyrir Símanum?
  Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar byggist á rannsóknum um félagsleg tengslanet og einnig fræðiritum á sviði markaðsfræði og CRM. Spurningalisti fyrir viðtöl var hannaður út frá þessum fræðilega grunni.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þeir þátttakendur sem stunda mörg mismunandi félagsstörf eru mun líklegri til að opna á tengslanet sitt fyrir Símanum. Komu fram tvær megin ástæður þess að þátttakendur myndu ekki opna á tengslanet sitt. Sumir þátttakendur lýsa sér sem ,ekki sölumanneskju‘ og vilja halda vinnu og einkalífi aðskildu. Aðrir þátttakendur hafa lent í vandamálum þegar þeir hafa komið með vini, fjölskyldu eða ættingja yfir til Símans og vegna þessara slæmu reynslna eru þeir óviljugir að lenda í slíku aftur. Síminn getur fengið aðgang að tengslaneti stærsta hluta starfsmanna ef vandað er til verka. Ekki er hægt að búast við að félagslega óvirkir starfsmenn séu viljugir að opna á tengslanet sitt og verður að huga vel að innri markaðssetningu og innleiðingu stefnunnar til að ekki skapist mikil mótstaða við innleiðingu stefnunnar.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  In this thesis, the focus is directed towards Customer relationship management (CRM). The research was focused on the side of the CRM ideology where information was gathered from the employees of the telecom company Síminn but not the company’s clients. The idea is that Síminn can use information from its employees that comes from their social network, to get close to important clients. Quantitative research method was chosen where 30 interviews were taken with the employees of Síminn. The goal was to answer the research question: Do the employees of Síminn want to open up their social network to Síminn?
  The theoretical research background is based on research on social networks as well as marketing and CRM textbooks. This was the foundation for the questionnaire.
  The key researches findings are that the participants who have many different kinds of social activities are much more likely to open up their social network to Síminn. There are two main reasons why participant don’t want to open up their social network. Some participant describes themselves as “not a salesperson” and regard their privacy very much. Some participants have had some kind of repercussions after they had brought their friends, families or relatives over to Síminn and because of these bad experiences they don’t want to have the same experience again. Síminn can have access to most of its employees social network with the proper groundwork. It must realize that the firm can’t expect socially inactive employees to be willing to open up their social network and inner marketing and the implementation of the new CRM system is crucial to prevent possible conflict from their employees because of the new system.

Samþykkt: 
 • 28.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32449


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð_ÞGS_lokaskil_6.12.18.pdf3.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf273.5 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna