is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32452

Titill: 
 • Þú lifir ekki í þessu starfi nema þú treystir fólki : áherslur stjórnenda í frístundamiðstöðvum Reykjavíkurborgar og þjónandi forysta
 • Titill er á ensku You do not survive in this job unless you trust people : managers focus in Reykjavík City recreational centres and servant leadership
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Stjórnun mannauðs er ábyrgðasamt og oft á tíðum flókið hlutverk. Að líða vel í starfi er flestum hjartans mál og forystu- eða stjórnunarstíll getur haft mikið að segja um það hvernig hægt er að ná sem mestu út úr starfsfólki á sem jákvæðastan máta.
  Markmið rannsóknarinnar er að kanna áherslur stjórnenda í frístunda-miðstöðvum Reykjavíkurborgar til að efla og tryggja starfsánægju starfsmanna sinna. Ennfremur er markmið rannsóknarinnar að líta á áherslur stjórnenda og bera þær saman við hugmyndafræði þjónandi forystu. Unnin var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru tólf hálfstöðluð viðtöl við stjórnendur frístundamiðstöðva sem fengið hafa viðurkenningu fyrir ánægju starfsfólks í könnuninni „Stofnun ársins - Borg og Bær“.
  Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að ákveðnir forystustílar innan skipulagsheilda geta haft jákvæð áhrif á eflingu, traust, vöxt og þroska einstaklinga sem leitt getur til aukinnar ánægju í starfi. Flestar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á samspili þjónandi forystu og starfsánægju, hafa verið mældar út frá afstöðu starfsmanna til síns næsta yfirmanns. Því gefa niðurstöður þessarar rannsóknarinnar innsýn í þær aðferðir sem stjórnendurnir sjálfir leggja áherslu á innan þeirra skipulagsheilda sem nú þegar er vitað að viss ánægja ríkir með meðal starfsmanna.
  Niðurstöðurnar benda til þess að áherslur stjórnenda frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar litist af frelsi og trausti til starfsfólks síns, hvatningu, virðingu, auðmýkt og jafningjabrag. Niðurstöður benda einnig til þess að innan þeirra stofnana sé unnið ómeðvitað með miklum hætti í samræmi við hugmyndafræði þjónandi forystu. Gefa niðurstöður vísbendingu um að stjórnunarhættir innan stofnananna séu eflandi og hvetjandi fyrir starfsfólk í átt að aukinni starfsánægju. Niðurstöður rannsóknarinnar endurspegla að miklu leyti fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið á samspili þjónandi forystu og starfsánægju. Með niðurstöðum rannsóknarinnar má draga þá ályktun að með stjórnun eftir hugmyndafræði þjónandi forystu innan skipulagsheilda megi auka þroska, árangur og starfsánægju fólks.

 • Útdráttur er á ensku

  Human resource management is a responsible and often complex role. To feel good at work is important to most people and leadership- or management style can have a lot of impact on how to get the most out of the staff in as positive way as possible.
  The aim of the study is to examine the focus of management at the Reykjavík City recreational centres of how to promote and ensure job satisfaction of their employees. Furthermore, the aim of the study is to look at the management's priorities and compare them with the ideology of servant leadership. A qualitative study was conducted involving twelve semi-structured interviews with leisure center managers who were recognized for their employees satisfaction in the survey "Establishment of the Year - City and Community".
  Previous studies have shown that certain leadership styles, within organizational structures, can have a positive effect on the strengthening, trust, growth and development of individuals, which can lead to increased job satisfaction. Most studies, conducted on the interaction of servant leadership and job satisfaction, have been measured based on the position of employees to their immediate superior. Thus giving the results of this study an insight into the methods that the managers themselves emphasize within the organizational structure, where there is already known to be a certain job satisfaction among employees.
  The results indicate that the focus of the management of Reykjavík City recreational centres is characterized by freedom and trust to its staff, encouragement, respect, humility and peer power. The results also indicate that the institutions are unconsciously working to a high degree in accordance to the ideology of servant leadership. The results give a clue that management within the institutions are encouraging and motivating towards increased job satisfaction. The results of the study are largely reflected in previous studies on the interaction of servant leadership and job satisfaction The study therefore leads to a conclusion that management based on the ideology of servant leadership can increase the development, performance and job satisfaction of people.

Samþykkt: 
 • 28.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_Lokaverk_Bogi.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna