is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32453

Titill: 
 • Er ég jafnmikils virði og áður? Upplifun fólks á eigin líðan eftir krabbameinsgreiningu og í tengslum við að koma aftur til vinnu eftir greiningu
 • Titill er á ensku Am I worth as much as before? People's experience and well-being following cancer diagnosis and when returning to work
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Krabbameinsgreindum einstaklingum fjölgar og eftir því sem meðferðum fleygir fram þá lifa fleiri eftir meðferðir en um helmingur er undir 65 ára aldri. Vinna er stór hluti af lífi fólks og mikill tími af daglegu lífi er varið á vinnustað. Vinnuumhverfið hefur áhrif á upplifun, iðju, samskipti, heilsu, hamingju og velferð einstaklinga. Þótt rannsóknum fjölgi með árunum þá hefur minni áhersla verið lögð á að skilja áhrif krabbameins á daglegt starf, vinnufærni og atvinnu. Viðfangsefni þessa verkefnis er að skoða hver upplifun fólks er af því að koma aftur til vinnu eftir krabbameinsmeðferð með hliðsjón af afleiðingum sjúkdómsmeðferðar, stuðningi vegna sjúkdómsins og þess vinnuumhverfis sem það býr við. Engin íslensk rannsókn er til um efnið og er það því verðugt rannsóknarefni. Gerð var eigindleg rannsókn með viðtölum við fjórar konur og fjóra karlmenn, á aldrinum 36-66 ára, sem höfðu fengið krabbamein. Markmiðið var að gefa þátttakendum tækifæri til að tjá eigin upplifun og reynslu og varpa þannig ljósi á aðstæður í persónulega lífi þeirra eftir greiningu og meðferð. Skoða hvaða stuðning þau höfðu fengið vegna fylgikvilla meðferða og hvernig vinnuumhverfið var þegar þau snéru aftur til vinnu. Niðurstöður benda til þess að miklar breytingar hafi orðið á lífi allra þátttakenda eftir greiningu og meðferð sem höfðu í för með sér skert lífsgæði í daglegri iðju, í tómstundum sem og í vinnu. Niðurstöður eru settar fram í þrjú meginþemu sem varpa ljósi á reynslu og viðhorf þátttakenda: 1) Lífið eftir greiningu sem vísar til upplifunar á eigin líðan eftir greiningu. 2) Endurhæfing og stuðningur sem vísar til þeirrar virkni sem þau tóku þátt í og þeim stuðningi sem þau fengu eftir greiningu. 3) Hin vinnandi vera sem vísar í aðstæður á vinnustað, hæfni í vinnu, skilning og samhug, traust, hlustun, líðan, fræðslu, upplýsingagjöf og framtíðarsýn.
  Niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir sem sýna að stór hluti þeirra sem snýr aftur til vinnu eftir greiningu og meðferð krabbameina glímir við fylgikvilla sem hafa áhrif á vinnugetu til styttri eða lengri tíma. Niðurstöður benda einnig til skorts á fræðslu og upplýsingum til stjórnenda um hvernig eigi að styðja einstaklinga sem snúa aftur til vinnu eftir veikindi. Rannsóknin hefur þannig gildi fyrir stjórnendur, samstarfsmenn og, í raun, samfélagið allt.
  Lykilorð: Krabbameinsgreindir, endurhæfing, endurkoma til vinnu eftir krabbameinsgreiningu, stuðningur á vinnustað.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  As incidence of cancer increases and treatment progresses, there are more cancer survivors; half of which are under 65 years of age. Work is a big part of people’s lives and a large part of our lives is spent at work. The working environment affects one’s experience of occupation, communication, health, happiness and well-being. Although cancer is a popular research subject, studies focusing on its effect on daily work, workforce and employment has been limited. The aim of this project was to examine people’s experiences of returning to work after cancer treatment, with emphasis on the consequences of cancer treatment and individualized support from the working environment when returning to work. There has been no prior Icelandic study on this important subject. A qualitative interview was conducted with four women and four men, at the age of 36-66, who had a history a cancer. The goal was to give participants opportunity to express their own personal experience following cancer diagnosis and treatment. The support they received because of complications of cancer treatment was specifically analyzed, and how the work environment was once they returned back to work. Our results indicate major changes in the daily lives of all participants after diagnosis and treatment. This resulted in reduced quality of life in daily activities, both at leisure and at work. The results are presented as three main themes that highlight participants’ experiences and attitudes: 1) Life after cancer diagnosis, which refers to well-being after cancer diagnoses. 2) Rehabilitation and support, which refers to the activity they participated in and the support they received after cancer diagnosis. 3) The working human, which refers to workplace conditions, skills at work, understanding and harmony, trust, listening, well-being, information and vision.
  The results are in line with foreign studies that demostrate that a large proportion of people returning to work after cancer treatment face complications that affect the working capacity for shorter or longer periods of time. The results also indicate lack of education and information to management on how to support individuals returning to work after illnesses. This research can therefore be valuable for managers, colleagues and, in fact, the society as a whole.
  Keywords: cancer-survivors, rehabilitation, returning to work after cancer, support at work.

Samþykkt: 
 • 28.2.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32453


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erna Magnusdottir_MS_lokaverk.pdf886.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna