is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32454

Titill: 
  • Stafræn stefnumótun opinberra stofnana : frá formfestu til nýsköpunar
  • Titill er á ensku Digital strategy for government's : from formality to innovation
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort opinberar stofnanir hafi sömu tækifæri til að fara í stafræna vegferð og einkarekin fyrirtæki. Einnig er skoðað hvort aðrir þættir þykja líklegri til árangurs eða til hindrunar en meðal einkarekinna fyrirtækja.
    Rannsókn þessi byggir á blandaðri aðferð þar sem annars vegar var lögð fyrir megindleg spurningakönnun þar sem þýðið og úrtakið var það sama þ.e. allir starfsmenn Fjármálaeftirlitsins. Hins vegar var framkvæmd eigindleg viðtalsrannsókn meðal stjórnenda og forstöðumanna Fjármálaeftirlitsins, með það að markmiði að leggja mat á núverandi stöðu innan stofnunarinnar með tilliti til stafræns þroska ásamt því að dýpka megindlega hluta rannsóknarinnar.
    Þær rannsóknarspurningar sem lagt var upp með eru; hvernig er hægt að standa að stafrænni stefnumótun opinberra stofnana, hverjar eru mögulegar áskoranir í stafrænni þróun og hverjir eru lykilþættir til árangurs í stafrænni þróun?
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að kenningar og líkön stafrænnar þróunar falla vel að breytingaferli Kotter. Skilgreina þarf þá leið sem fyrirtækið ætlar að velja í þróuninni og ákvarða þá áfanga sem á að ná í ferlinu. Setja þarf saman hóp starfsmanna frá öllum sviðum starfseminnar sem eru talsmenn innleiðingarinnar til að tryggja að innleiðingin nái fram að ganga og ættu þeir að vera hagsmunaaðilar stafrænna gagna stofnunarinnar sem tryggi nýtingu og varðveislu þeirra.
    Mikilvægt er að slíkur hópur hafi umboð til athafna og stuðning stjórnenda. Leggja þarf áherslu á að virkja starfsmenn og halda þeim vel upplýstum og leggja vinnu í að yfirvinna andstöðu gegn breytingaferlinu og fagna þeim áföngum sem nást.
    Fátt virðist standa í veginum fyrir að opinberar stofnanir geti hafið stafræna vegferð, með framsýnni forystu, markvissri forgangsröðun gætu þær sett sér stafræna stefnu sem leggi áherslu á nýsköpun og samvinnu ásamt því að breyta menningunni í samþætta og nýsköpunarmiðaða.

Samþykkt: 
  • 28.2.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Solveig Magnusdottir_MS_lokaverk.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna