Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/32459
Markmið verkefnisins er að kanna stöðu á skipulagi og inntaki fjármálakennslu á unglingastigi í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu út frá viðhorfi og upplifun kennarans/leiðbeinandans. Lagt er upp með að svara rannsóknarspurningum sem snúa allar að inntaki og skipulagi fjármálakennslunnar á unglingastigi í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig verða umræður og vangaveltur um spurningar sem tengjast viðfangsefninu.
Farið er yfir hugtakið fjármálalæsi og mikilvægi þess fyrir samfélagið og ungt fólk. Fjallað verður um fjármálalæsi á alþjóðavísu og þá sérstaklega um stöðu fjármálalæsis í Svíþjóð og Finnlandi. Þá er fjallað um sjálfstætt starfandi stofnanir á Íslandi sem stefna að auknu fjármálalæsi Íslendinga. Fjallað er um rannsóknir á fjármálalæsi íbúa landsins, um áherslur OECD um fjármálalæsi og áform Menntamálastofnunar að PISA próf um fjármálalæsi verði lagt fyrir ungt fólk á Íslandi í fyrsta skiptið árið 2021. Sérstaklega er fjallað um PISA prófið um fjármálalæsi, uppbyggingu prófsins, hæfniþrep sem notuð eru til námsmats og skoðuð dæmi um spurningar sem komið hafa á prófinu erlendis.
Framkvæmd var eigindleg rannsókn í formi rýniviðtala við lítinn afmarkaðan hóp innan þýðisins sem í rannsókn þessari eru stærðfræðikennarar og leiðbeinendur sem kenna stærðfræði á unglingastigi í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfarið var framkvæmd megindleg rannsókn sem lögð var fyrir allt þýðið. 57,6% af þýðinu svaraði spurningum í megindlegu rannsókninni.
Helstu niðurstöður úr eigindlegu og megindlegu rannsókninni eru þær að inntak og skipulag fjármálakennslu á höfuðborgarsvæðinu er ekki viðunandi miðað við núverandi fyrirkomulag. Stærstur hluti kennara og nemenda telur mikilvægt að markviss kennsla um fjármál sé í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Hvernig skipulagi á kennslu um fjármál skuli háttað er óljóst og villandi í aðalnámskrá að mati kennara. Í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu virðist staðan vera sú að sumir kennaranna sem eiga að kenna um fjármál samkvæmt aðalnámskrá sinni því hlutverki en aðrir ekki.
Ástæðurnar fyrir því hvernig þessu er háttað virðist vera sú upplifun margra kennara að óljóst sé hver eigi að annast kennslu um fjármál og hvaða kennari er búinn að kenna hvað um fjármál. Svo virðist sem stærðfræðikennarar á unglingastigi í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu beri mesta ábyrgð á kennslu um fjármál, þrátt fyrir að ekkert segi um slíkt í aðalnámskrá. Stærðfræðikennarinn metur það gjarnan sem svo að erfitt og nánast ógerlegt sé að kenna um fjármál vegna tímaskorts, þar sem mikið efni er í kafla stærðfræðinnar sem kennurum ber að kenna nemendum sínum. Samkvæmt stöðlum OECD er fjármálakennslu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu um margt ábótavant. Margir þeir þættir, sem OECD setur fram og fjalla þyrfti um á markvissan hátt í kennslu um fjármál, eru ekki kenndir hér á landi. Kennararnir telja að ástæður þess séu hversu lítið vægi kennsla um fjármál hafi í aðalnámskrá, tímaleysi og skortur á kennsluefni. Upplifun kennara eða leiðbeinenda er að það vanti stuðning við kennslu um fjármál í formi aukins kennsluefnis og endurmenntunar.
Lykilorð:
Fjármálalæsi
Kennsla um fjármál í grunnskólum
PISA próf um fjármálalæsi
Aðalnámskrá grunnskóla
The objective of this essay is to examine the organization and contents of financial education in junior high schools in the main capital area. The status of financial education is based on the teacher's interface and experience. This essay will try to answer the research questions that relate to the content and structure of financial education at junior high school in schools in the main capital area. There will also be discussion and questions related to the subject.
The concept of financial literacy, its importance for society and young people is reviewed. There will be a review of research in financial literacy in the world with extra discussion on financial literacy in Sweden and Finland. Then there will be a review of some organizations in Iceland that are focused on increased financial literacy in Iceland.
Research on financial literacy of the nation's population will be discussed, the focus of OECD on financial literacy, and the intention of the PISA financial literacy test that will be presented to young people in Iceland for the first time in 2021. The PISA test on financial literacy will be focused on, the structure of the test, the levels of competence used in assessment of the test and some example that have been used in other countries on previous tests.
The form used in this research was qualitative research in a form of an interview with a limited group within the population which is all indivituals that teach math at junior high school in the main capital area. Subsequently, a quantitative study was conducted for the entire population. Responses from the quantitative study were 57.6% of the population. The main findings in the qualitative and quantitative study are that the input and structure of financial education in the main capital area is not acceptable based on the current structure in the schools. The majority of teachers and students consider it important to teach financial literacy in the junior high school in the main capital area.
The structure in the teaching of finance is, however, unclear and misleading in the national curriculum guide in the opinions of teachers. This is clearly seen in the junior high schools in the capital area, as it appears that some teachers are to teach finance according to the national curriculum guide are doing it, but others are not. The reason for this is the lack of experience of teachers, they do not know who is supposed to teach what about finance. Apparently, mathematical teachers in the older classes in the junior high school in the capital area have the greatest responsibility to teach about finance and financial literacy, although this is not mentioned in the national curriculum
guide.
The mathematics teachers estimate that it is difficult and almost impossible to teach financial literacy because there is so much more other material in the mathematics section that teachers need and are expected to teach to their students. According to OECD standards, the input of financial education in junior high school in the main capital area is insufficient, there are not addressed significant part of the
OECD aspects that need to be addressed in the context of financial education. The reasons for the teachers' assessment may be the degree of importance of the teaching of finance in the national curriculum guide, lack of time and lack of teaching material on the subject. The experience of teachers is that there is a lack of support for teachers
in the field of finance, education in the form of increased teaching material and courses to help them to cover the material.
Keyword:
Financial literacy
Teaching of finance in junior high schools
PISA test of financial literacy
The main curriculum of junior high school
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
M.ed. lokaritgerð_Maria Elin Gudbrandsdottir.pdf | 1,72 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 179,5 kB | Locked | yfirlýsing |