is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32462

Titill: 
  • Áhrif samfélagsmiðla á líðan unglinga : hvernig er hægt að fræða um áhrif samfélagsmiðla á unglinga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með stöðugt aukinni tæknivæðingu hefur notkun samfélagsmiðla aukist, samhliða því hefur kvíði ungmenna farið stigvaxandi síðastliðin ár og hefur þess vegna þótt ástæða til að rannsaka hvort tengsl séu þarna á milli. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvaða áhrif samfélagsmiðlar hafa á andlegan líðan unglinga unglinga ásamt því að ýta undir fræðslu og auka forvarnir og leiðbeiningar um notkun samfélagsmiðla. Ritgerðin er hefðbundin heimildarritgerð. Rannsóknir benda til þess að mikil notkun samfélagsmiðla geti átt þátt í að valda streitu, kvíða og lægra sjálfsmati hjá ungmennum. Ef einstaklingur er með veika sjálfsmynd getur mikil samfélagsmiðlanotkun haft áhrif á sjálfsmynd og andlega líðan hans á meðan hún hefur minni áhrif á einstakling sem er með sterka sjálfsmynd. Það er því ekki hægt að alhæfa hvaða áhrif samfélagsmiðlanotkun hefur á hvern og einn einstakling því margir aðrir félagslegir þættir geta spilað þar inn í. Ungmenni eru þeir einstaklingar sem eru viðkvæmastir fyrir þeim félagslega samanburði sem samfélagsmiðlar geta valdið. Tveir áhrifamestu forvarnaraðilar barna eru foreldrar og skólinn. Foreldrar og aðrir uppalendur ættu því að vera vel upplýstir um áhrif samfélagsmiðla til að fyrirbyggja vandamál og vanlíðan tengt samfélagsmiðlum hjá ungmennum. Skólar geta fengið samtök á borð við SAFT með sér í lið til þess að auka fræðslu og forvarnir varðandi samfélagsmiðlanotkun barna og unglinga. Gott væri ef grunnskólar landsins myndu leggja meiri áherslu á að kennslu varðandi stafræna borgaravitund en í henni felst meðal annars að hafa færni, þekkingu og viðhorf sem þarf til að sýna ábyrga og virðingarverða hegðun þegar tækni er notuð eða þegar tekið er þátt í stafrænu umhverfi.
    Lykilhugtök: samfélagsmiðlar, unglingar, andleg heilsa, sjálfsmynd, kvíði, þunglyndi, fræðsla
    og forvarnir.

Samþykkt: 
  • 1.3.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32462


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
20190201_RakelRos_balokaskil_ath_SHK.pdf459.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf195.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF