Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/32463
Tungumál og menning skiptir fólk máli, börn ekki síður en fullorðna. Á mörgum heimilum er notast við fleiri en eitt tungumál og leggja foreldrar þá oft mikla vinnu á sig til að tryggja góðan málþroska barna sinna. Markmið rannsóknarinnar var að finna svör við því hver reynsla foreldra í þvermenningarlegum samböndum væri af hvatningu til að styðja við málþroska beggja mögulegra móðurmála ungra barna sinna.
Í rannsóknarverkefninu var unnið út frá fyrirbærafræðilegu sjónarhorni, gagna var aflað með hálf-stöðluðum paraviðtölum og þau greind með þemagreiningu. Þátttakendur rannsóknarinnar voru fjögur pör og var annar aðilinn í hverju pari íslenskur og hinn af erlendum uppruna, allir frá Evrópu. Meðan á rannsókninni stóð áttu allir þátttakendur börn á leikskólaaldri og voru búsettir í sveitarfélagi á Norðurlandi vestra þar sem fjölmenning er lítil.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að foreldrar í þvermenningarlegum samböndum vinna að uppbyggingu móðurmála eftir margvíslegum leiðum. Samkvæmt niðurstöðum höfundar finna þvermenningarleg pör einkum fyrir hvatningu frá fjölskyldum sínum til að styðja við bæði móðurmál barna sinna. Hvatning jafngildir þó ekki stuðningi og upplifa sumir hverjir sig eina á báti í móðurmálsuppbyggingunni. Lýstu allir þátttakendur þeirri sameiginlegu upplifun að það sé að lokum algjörlega undir þeim sjálfum komið að styðja við málþroska beggja mögulegra móðurmála barna sinna. Sú viðleitni að sýna uppruna allra barna í leikskólanum áhuga með því að kynna fjölbreyttan mat og menningu á ákveðnum dögum yfir skólaárið er mikils metin, en væntingar foreldra um raunverulegan stuðning við bæði móðurmál, einkum á efri skólastigum, eru að sama skapi greinilegar. Upplifun þátttakenda er sú að ávinningurinn af tvítyngi sé ætíð meiri en minni og nefna foreldrar í því samhengi til dæmis betri tengsl við fjölskyldu og uppruna sem og aukna vitsmuna- og efnahagslega möguleika í framtíðinni.
Er það von höfundar að rannsókn þessi geti orðið grundvöllur að endurskoðuðu, bættu og virkara samstarfi milli foreldra og kennara barna sem eiga fleiri en eitt móðurmál og að stutt verði við eflingu móðurmálanna á öllum skólastigum. Jafnframt er ósk höfundar sú að efnið geti nýst foreldrum sem standa frammi fyrir því verðuga verkefni að styðja við málþróun tvítyngdra barna.
Language and culture mean a lot to people, children as well as adults. In many homes, people use more than one language, and in such cases parents often work hard to ensure good language development for their children. The aim of this research was to study how parents in intercultural relationships are encouraged to support the language development of both potential native languages of their young children.
A phenomenological perspective was used in this research project, data were collected through semi-structured paired-interviews and were analyzed using thematic analysis. The participants in the research were four couples, in which one person was Icelandic and the other of different European nationality. During the data collection period, all the participants had children in preschool and were residents of a municipality in Northern Iceland where there is not a significant cultural and ethnic diversity.
The research found that parents in intercultural relationships work on the native language development in many different ways. According to the results, intercultural couples feel encouragement, especially from their families to support the language development of both native languages of their children. However, encouragement is not equivalent to support, and some feel they are totally alone working on the bilingual language development. All the participants shared the experience that it is ultimately completely in their hands to support the development of both native languages with their children. The effort the preschool makes by showing each child’s origin interest by introducing diverse food and culture on certain days during the school year, is highly appreciated, but at the same time the parental expectations of real support for both native languages, especially at higher levels of educations, are obvious. The participants’ experiences are that the positive aspects of bilingualism are always more than less and name in that context for example better connection to their families and origin as well as increased cognitive and economic opportunities in the future.
The author hopes that this study could become a basis for revised, improved and more effective cooperation between parents and teachers of children that have more than one native language, and that the language development will be supported in every level of education. Also, the author hopes that this topic is useful for parents that are facing the worthy project of supporting bilingual children’s languages development in the early years.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
saraeik_lokaskil_30nov18.pdf | 713.16 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
yfirlysing_skemman-signed.pdf | 101.26 kB | Locked | Yfirlýsing |