is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32465

Titill: 
  • Upplifun foreldra barna með ADHD á skólagöngu barna sinna og samstarfi heimilis og skóla
  • Titill er á ensku The experience of parents of children with ADHD of their children´s education and the collaboration between home and school
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • ADHD með eða án ofvirkni er ein algengasta hegðunarröskun barna og unglinga í dag. Síðustu ár hafa umræður í samfélaginu oft snúið að stöðu nemenda með ADHD innan skólakerfisins og hafa þessar umræður oft verið neikvæðar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá betri innsýn í reynslu og upplifun foreldra barna með ADHD af skólagöngu barna sinna og samstarfi milli heimilis og skóla, en rannsóknir hafa sýnt fram á að gott samstarf milli heimilis og skóla getur haft mikil áhrif á nám og líðan nemenda í skólanum. Markmiðið var að kanna upplifun foreldra barna sem fengið hafa ADHD greiningu á fyrstu árum grunnskólans og leitast var eftir því hvernig samstarfi milli heimilis og skóla var háttað, hvaða væntingar foreldrar höfðu og hvort þessum væntingum hafi verið mætt. Sú rannsóknarspurning sem sett var fram var: Hver er upplifun foreldra barna með ADHD á skólagöngu barna sinna og samstarfi milli heimilis og skóla? Rannsóknin er byggð á eigindlegri rannsóknaraðferð með fyrirbærafræðilegri nálgun. Tekin voru einstaklingsviðtöl við fimm mæður sem allar eiga barn eða börn sem fengið hafa ADHD greiningu við upphaf skólagöngu. Þátttakendur voru búsettir bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Niðurstöður gefa til kynna að þeir þátttakendur sem bjuggu á landsbyggðinni væru mun ánægðari með þá þjónustu sem börnin þeirra fengu innan skólans og töldu mæðurnar samstarfið milli skóla og heimilis almennt vera gott. Þær mæður sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu töldu þó margt vera ábótavant þegar kom að samstarfi milli heimilis og skóla. Flestar mæðurnar lýsa því að mjög mikilvægt sé að kennarar hafi góða þekkingu á röskuninni og að góður umsjónarkennari gegni lykilatriði að farsælli skólagöngu og góðu samstarfi við foreldrana.

  • Útdráttur er á ensku

    ADHD is one of the most common behavioral disorders of children and adolescents today. In recent years, discussions in society have often turned to the status of students with ADHD within the school system, and have these discussions often been negative. The purpose of this study was to gain a better insight into the experiences of parents of children with ADHD of their children's education and collaboration between home and school, but research has shown that effective collaboration between home and school can have a major impact on the education and well-being of students. The aim was to explore the experiences of parents of children who have received an ADHD diagnosis in the early years of the compulsory school and how the collaboration between home and school was sought, what expectations parents had and whether these expectations had been met. The research question put forward was: What is the experience of parents of children with ADHD of their children's education and collaboration between home and school? The study is based on a qualitative research method with a phenomenological approach. Individual interviews were conducted with five mothers who all have children that got an ADHD diagnosis at the beginning of schooling. Participants were resident both in the capital area of Iceland and in the countryside. The results indicate that the participants who lived in the countryside were very happy with the services their children received within the school and the mothers considered the collaboration between home and school to be successful. The mothers who lived in the capital area, however, felt that many things were lacking when it came to collaboration between home and school. Most mothers describe that it is very important that teachers have a good knowledge of the disorder and that a good teacher plays a key role in successful education and good collaboration with the parents.

Samþykkt: 
  • 1.3.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32465


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.ed_SigrúnArnaFriðriksdóttir_2019.pdf934.75 kBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF
_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_.pdf1.43 MBLokaðurYfirlýsingPDF