is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32467

Titill: 
 • Birtingarmynd og tengsl iðnaðar og sjálfbærni í námsefni grunnskóla
 • Titill er á ensku The discussion of context of industry and sustainability in educational material for 1st through 10th grade in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2013 (Mennta- og menningamálaráðuneytið, 2013) er hlutverk grunnskóla að sinna almennri menntun, en slíkt felur í sér að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðislegu samfélagi, atvinnulífi og frekara námi. Aðalnámskrá grunnskóla tiltekur einnig að hluti af þessum undirbúningi sé að kynna nemendum fjölbreytta náms- og starfsmöguleika þar sem áhugi og hæfileikar hvers og eins fá að blómstra enda auki slíkt á jafnrétti nemenda. Með fjölbreyttri umfjöllun í gegnum skólastarfið um ólík störf landsmanna gefst tækifæri til þess að styrkja áhugasviðs- og einstaklingsmiðað nám ásamt því að hvetja nemendur til þess að kynna sér ólíka möguleika í áframhaldandi námi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða tíðni og samhengi birtingarmynda iðnaðar og sjálfbærni í námsgögnum fyrir grunnskólanemendur. Aðferð rannsóknarinnar er textaleit í gagnagrunni sem byggður var á útgefnu kjarnaefni Menntamálastofnunnar. Valin voru 29 leitarorð sem tengdust iðnaði, atvinnulífi og sjálfbærni og var gerð talning á þeim í 393 titlum. Þar sem orð komu fyrir var samhengi skoðað og greint út frá eðli og birtingarmynd þeirra í umræðu um iðnað og sjálfbærni. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að afar lítil umfjöllun er um iðnað og sjálfbærni í námsefninu. Til eru bækur sem fjalla um sjálfbærni og iðnað að einhverju marki en hvergi eru þessir þættir settir í samhengi við hvern annan. Einnig kom í ljós að töluverður kynjahalli er í umfjöllun um iðngreinar í námsefni grunnskólanemenda. Helst kom fram umfjöllun um mannvirkja- eða rafiðngreinar, sjávarútveg eða landbúnað, en lítið sem ekkert var fjallað um atvinnugreinar þar sem konur eru fjölmennari.
  Niðurstöður eru innlegg í umræðu um eflingu iðnnáms þar sem gefin er greinargóð mynd af samfélagslegu rými iðnaðar í námsgögnum grunnskólabarna og þeirri umfjöllun og kynningu sem af því hlýst.Athyglivert er að umfjöllun um sjálfbærni er lítið tengd umfjöllun um iðnað og atvinnulíf á Íslandi. Með þessari úttekt mun vonandi gefast möguleiki á því að nálgast sjálfbærnimenntun grunnskólanemenda á gagnrýnan máta þar sem samfélagsleg ábyrgð bæði einstaklinga og iðnaðar sé til skoðunar.

 • Útdráttur er á ensku

  According to the National Curriculum Guide for Compulsory Schools from 2013 (Ministry of Education, Science and Culture, 2013), the role of primary and lower secondary school is to provide general education, which involves preparing students for participation in society, further education and the world of work. The national curriculum guide for elementary school also specifies that part of this preparation is to introduce students to a wide range of learning and employment opportunities. With varied coverage through the school work on different occupations, opportunities are given to strengthen interest-oriented and
  individual-oriented learning, as well as encouraging students to explore different possibilities for continuing education.
  The aim of the study was to investigate the frequency and manifestations of the discussion of context of industry and sustainability in educational materials for elementary and lower secondary school students. The method of the study was text search in a database including the published core material of the Educational Institute, Icelands’s official and main publisher of educational material. A search for 29 keywords related to industry and sustainability was done in 393 titles. Where found, the context of the appearance of the word was further examined and the nature and the manifestation of them analyzed.
  The results of the study indicate that there is very little discussion about industry and sustainability in the material surveyed. Some books that focus on sustainability and industry to a small extent, but nowhere are these factors linked to each other. Considerable gender deficit was also found in terms of the subjects under discussion, with more emphasis on male dominated fields such as engineering or electronics, fisheries or agriculture, whereas female dominated fields were not being discussed.
  The results are a contribution to the discussion of the promotion of vocational education and training, which gives a clear picture of the social space of industry in the educational materials of primary school children and the discussion and presentation that it makes. It is
  interesting that the discussion of sustainability is not addressed in the contex of industy in Iceland. This assessment will hopefully provide a chance to approach primary and lower secondary school students' sustainability education critically, considering the social responsibility of both individuals and industry.

Styrktaraðili: 
 • Samtök iðnaðarins
Samþykkt: 
 • 1.3.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32467


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vala Hrönn Isabel Pétursdóttir-Med lokaskil.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Vala Hrönn Skemmuyfirlýsing.pdf265.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF