is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32468

Titill: 
 • „Ég finn bara hálfan skó!“ : hvaða stærðfræði eru börn á leikskólaaldri að fást við?
 • Titill er á ensku „I can only find half a shoe!“ : what kind of mathematics are preschool children dealing with?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Megintilgangur verkefnisins var að greina hvaða stærðfræðinám börn á leikskólaaldri eru að takast á við. Markmiðið var að svara rannsóknarspurningunni: Hvaða stærðfræðihæfni er að finna hjá börnum í leikskóla? Til þess voru notaðar undirspurningarnar: Hvaða hæfni eru börn að nota? Hvaða hæfni eru þau að byggja upp og bæta við sig? Hlustað var eftir umræðum, vangaveltum og spurningum varðandi stærðfræði í daglegu starfi leikskólans í þeim tilgangi að greina hvernig börnin beita stærðfræðiþekkingu sinni. Þegar kennarar hlusta eftir röddum barna í leikskólaumhverfinu fá þeir upplýsingar sem gagnast þeim við að byggja upp markvisst og fjölbreytt umhverfi til stærðfræðisnáms. Þátttakendur í rannsóknarinni voru 24 börn á aldrinum 4-5 ára. Rannsóknin var eigindleg rannsókn og tók mið af því að mikilvægt sé að hlusta eftir röddum barna í rannsóknum sem unnar eru með þeim. Umræðum eða sögum var safnað yfir skólaárið í margvíslegum aðstæðum, hvort sem það var í útiveru, við matarborðið eða í frjálsum leik. Sögurnar voru skráðar og þær síðan greindar með hliðsjón af megin inntaksþáttum stærðfræði við hæfi barna á þessum aldri. Inntaksþættirnir sem horft var til voru þrír: tölur, rúmfræði og mælingar. Helstu niðurstöður benda til að börn á þessum aldri hafi öðlast talsverða hæfni á mörgum sviðum stærðfræðinar og nota hana í öllu starfi leikskólans. Börn sýna mismunandi þekkingu og færni og er því mikilvægt að kennari hlusti eftir hugmyndum barnanna og nýti það sem hann heyrir, til þess að byggja upp ríkulegt umhverfi sem örvar börn til stærðfræðináms. Með vinnu minni á þessu verkefni öðlaðist ég færni, þekkingu og áhuga á því hlusta eftir röddum barna í leikskólastarfinu. Ég áttaði mig á mikilvægi þess að hlustað sé eftir röddum barna til þess að skapa börnum það námsumhverfi sem þau þurfa til þess nám fari fram

 • Útdráttur er á ensku

  The main purpose of this thesis was to investigate what kind of mathematic studies these children are engaged in. The focus of the thesis was to answer the reseach question: What kind of mathematical competence do pre-schoolers prossess? Secondary questions includued: Which mathematial competence are pre-school children using? Which
  competence are they developing? To assess how the children use their skills in various activities durning the day, their conversations, comments about the subject, and their questions regarding mathematics were investigated and documented. When teachers listen to children‘s voices, their competency to build up a targeted and diverse environment for the mathematics learning grows. The participants were 24 children between the ages of 4-5 years. This was a qualitative study, with a emphasis on listening to children‘s narratives during the school period. The children‘s discussions and their stories were collected throughout the school year in various situations, such as outdoor activities, during lunch hour and during free play. The narratives were documented and analyzed with reference to mathematical content suitable for children at this age. Three main content categoreis were explored: numbers, geometry and measuremants. My results suggest that at pre- school age children have develpoed competence in various areas of mathematics, and use it in throughout their day in the school. The children´s skill and knowledge level differ, and it is important for the teacher to listen to the children‘s ideas and to use this knowledge to
  create a rich environment that stimulates education of mathematics for children. While working on this project I have gained the skills, knowledge and interest in listening to the voices of children in the preschool. I realized the importance of listening to children‘s voices in order to create the learning environment they need for their education.

Samþykkt: 
 • 1.3.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32468


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valdís Ingimarsdóttir.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_skemma.pdf175.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF