Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32469
Þetta verkefni er lokaritgerð til BA-prófs í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um gildi tómstunda í tenglum við byggðaþróun og gildi tómstunda fyrir lítil samfélag eins og Vopnafjörð. Í ritgerðinni er sótt í heimildir og fyrirliggjandi gögn er varða byggðaþróunarverkefnið Veljum Vopnafjörð sem er verkefni sem Byggðastofnun hefur verið að vinna í samstarfi við Vopnafjarðarhrepp. Ritgerðin byggir einnig á reynslu höfundar sem íbúi á Vopnafirði og starfsmaður í félagsmiðstöðinni Drekanum. Einnig var leitað eftir sjónarmiðum íbúa sem fengin var fram með spurningakönnun sem lögð var fyrir nokkra Vopnfirðinga. Markmiðið með ritgerðinni er að skoða reynslu og gildi tómstunda fyrir samfélagið og hver áhrifin eru á líf fólks í litlum samfélögum eins og Vopnafirði að það séu tómstundir í boði. Með því að skrifa ritgerð og vinna könnun meðal íbúa langaði mig til að skoða hvert er gildi tómstunda við uppbyggingu byggða. Eftir rýni og lestur höfundar á ýmsu efni er tengjast byggðaþróun þá vakti það sérstaka athygli hvað lítið var þar fjallað um tómstundir fólks. Spurningin er hvort ekki sé þörf á því að leggja meiri áherslu á þann þátt í byggðaþróunarverkefnum í framtíðinni. Niðurstaða Veljum Vopnafjörð verkefnisins er að ef við viljum að unga fólkið komi heim að loknu námi þarf að auka atvinnumöguleika þeirra. Niðurstaða höfundar er að ennfremur er mikilvægt að hafa fjölbreyttari tómstundir fyrir alla til að treystabyggð og búsetu því tómstundir gegna mikilvægu hlutverki í lífi fólks. Í máli íbúa á Vopnafirði kom einnig fram rík áhersla að í tómstunda og félagsstarfi sé lögð rík áhersla á að sameina kynslóðirnar og nýta þekkingu hvors annars. Helstu niðurstöður viðtala eru að það skiptir miklu máli fyrir val á búsetu að atvinna og góð grunnþjónusta sé á staðnum. Það að fólk hafi og stundi tómstundir við sitt hæfi getur einnig haft veruleg áhrif á að fólk velji sé fasta búsetu á staðnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 93.15 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Gildi_tómstunda_í_litlu_samfélagi_ÞS.pdf | 780.11 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |