is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3247

Titill: 
 • Mannauðsstjórnun í þjónustufyrirtækjum á Vesturlandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið verkefnisins var að rannsaka hvað þjónustufyrirtæki á Vesturlandi væru komin langt með að innleiða mannauðsstjórnun. Fyrst var hugtakið mannauðsstjórnun útskýrt á fræðilegan hátt. Svo voru settar fram eftirfarandi fimm rannsóknarspurningar.
  • Hvað eru þjónustufyrirtæki á Vesturlandi komin langt í að innleiða mannauðsstjórnun?
  • Hefur verið mótuð formleg starfsmannastefna í þjónustufyrirtækjum á Vesturlandi?
  • Hvernig standa þjónustufyrirtæki á Vesturlandi að ráðningarferlinu?
  • Hvernig standa þjónustufyrirtæki á Vesturlandi fyrir þjálfun á starfsfólki sínu?
  • Styðjast þjónustufyrirtæki á Vesturlandi við frammistöðumat og hvernig fer það fram?
  Leitað var til 11 þjónustufyrirtækja á Vesturlandi til að ná fram markmiðunum. Úrtakinu var skipt niður í fernt: menntastofnanir, bæjarfélög, heilbrigðisstofnanir og önnur þjónustufyrirtæki.
  Fyrst var farið yfir fræðilegan þátt mannauðsstjórnunar og hann útskýrður fyrir þá hluta sem rannsakaðir voru í verkefninu. Síðan var könnunin gerð og niðurstöður greindar. Ef litið er á niðurstöðurnar í heild sinni þá eru ekki öll fyrirtækin búin að innleiða mannauðsstjórnun, hluti er farinn að vinna í ferlinu en einhverjir eiga eftir að taka afstöðu til þess hvort þessi leið verði farin. Áhugavert var að öll þessi fyrirtæki unnu eftir ýmsum ferlum mannauðsstjórnunar þó þau væru ekki búin að innleiða hana. Þá ber að taka niðurstöður með fyrirvara því úrtakið náði aðeins til 11 fyrirtækja/stofnana.

Samþykkt: 
 • 22.7.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3247


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
06_pdf_fixed.pdf1.45 MBOpinnMannauðsstjórnun í þjónustufyrirtækjum á VesturlandiPDFSkoða/Opna