en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Bifröst University > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/32474

Title: 
 • Title is in Icelandic Markaðsaðgreining og markaðsleg stefnumótun fyrir vörumerkið Eva Laufey Kjaran
 • Market analysis and strategy for Eva Laufey Kjaran
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Fyrirtæki og vörumerki verða að þekkja umhverfið sitt vel, bæði innra umhverfi og hið ytra til þess að geta greint núverandi stöðu. Til þess að stækka sína hlutdeild á markaði og þróast í þá átt sem stefnt er að er nauðsynlegt að vera með skýr markmið og stefnu hvernig skal ná þeim markmiðum. Það er ómögulegt að ná ákveðnum árangri ef áætlun er ekki til staðar og það þarf að vera hægt að mæla árangurinn með einhverju móti.
  Markmið rannsóknar var að skoða vörumerkið Eva Laufey Kjaran sem stendur á ákveðnum tímamótum en það er búið að haka í nokkur box og uppfylla þau markmið sem voru sett fyrir nokkrum árum er varðar þróun á vörumerkinu. Tilgangurinn var að greina vörumerkið og komast að þeim þáttum sem skipta máli við uppbyggingu á vörumerki á Íslandi.
  Vandamálið var skilgreint í byrjun ásamt þeim fræðilegum hugtökum og nálgunum sem áttu við og þau greiningartól sem notast var við í rannsókninni voru PEST og SVÓT. Höfundur rannsóknar framkvæmdi bæði eigindlega og megindlega rannsókn, þar sem spurningakönnun var lögð út til fylgjenda Eva Laufeyjar og þrjú viðtöl voru tekin við einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað náið með og fyrir vörumerki á Íslandi.
  Helstu niðurstöður leiddu í ljós að ímynd vörumerkisins er góð og bera fylgjendur mikið traust til vörumerkisins, markhópurinn er skilgreindur sem konur á aldrinum 30-39 ára og langflestar fylgja Evu Laufeyju á samfélagsmiðlum. Það kom í ljós að það eru mörg fánýtt tækifæri á markaði og út frá þeim niðurstöðum sem fengust í rannsókninni var SOSTAC líkanið notað við gerð markaðslegrar stefnumótunar.
  Lykilorð: Trúðverðugleiki, Markhópar, Skýr stefna og Samfélagsmiðlar

Accepted: 
 • Mar 7, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32474


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
EvaLaufeyHermanssdottir_BS_Lokaskil.pdf2.19 MBLocked Until...2028/12/10Complete TextPDF
efnisyfirlit2.pdf329.74 kBOpenTable of ContentsPDFView/Open