is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32479

Titill: 
  • Skiptu viðbrögðin máli? Krísustjórnun United Silicon
  • Titill er á ensku Did the reactions matter? United Silicon´s crisis management
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi snýr að krísustjórnun United Silicon. Leitað er svara við því hvaða aðferðir fyrirtækið notaði til þess að takast á við þá krísu sem það stóð frammi fyrir ef horft er til þess hvernig viðbrögð þeirra birtust í fjölmiðlum. Gerð er aftursæ tilviksrannsókn þar sem skoðaðar eru blaðagreinar frá því að verksmiðja fyrirtækisins var ræst 13. nóvember 2016 og til 22. janúar 2018 þegar lögð var inn beiðni um gjaldþrot. Atburðarrásin eins og hún birtist í fjölmiðlum, er listuð upp ásamt því að greind eru viðbrögð fyrirtækisins. Eigindleg viðtöl voru tekin við þrjá sérfræðinga í almannatengslum til þess að fá innsýn í viðbrögð þeirra við sambærilegum aðstæðum. Hugtökin krísa, krísustjórnun, haghafar og samfélagsleg ábyrgð eru greind í fræðilegum kafla verkefnisins. Fyrri krísur og líkön í krísustjórnun eru einnig skoðuð. Krísustjórnunar kenningarnar SCCT- Situational crisis communication theory og IRT-Image restoration theory eru skoðaðar sérstaklega. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að fyrirtækið reyndi einna helst að gera sem minnst úr þeirri krísu sem það stóð frammi fyrir. Sérfræðingarnir sem rætt var við voru nokkuð samstíga í því hver viðeigandi viðbrögð eru í sambærilegum atvikum og var álit þeirra ekki í samræmi við þau viðbrögð sem fyrirtækið sýndi. Fyrstu viðbrögð fyrirtækisins í upphafi krísunnar voru viðeigandi ef horft er til kenninga fræðimanna. Hins vegar voru
    viðbrögð fyrirtækisins við síendurteknum vandamálum önnur en þau viðbrögð sem fræðimenn mæla með í sínum kenningum.

  • Útdráttur er á ensku

    This study is about United Silicon´s crisis management. Researcher is looking for answers regarding the methods that the company used to deal with the crisis it was facing and how it responded to the news media. The study is a retrospective case study that investigates news articles from the time the factory was started 13. november 2016 and to the time it declared bankruptcy 22. january 2018. In the results of the study, the series of events that appeared in the news media is listed in time order as well as the company’s response to these events are analyzed. Qualitative interviews were taken with three experts in public relations to gain their respective to responses to similar situations. The concepts crisis, crisis management, stakeholders and corporate social responsibility are analyzed in the study´s theoretical chapter. Earlier crisis was also investigated in this study as well as models in crisis management, especially SCCT - Situational crisis communication theory and IRT-Image restoration theory. The study´s result is that the company preferably tried to make the least of the crisis it stood upon. The three experts all agreed on the most appropriate response to similar situation. The company’s response in its crisis was not in compliance with the expert’s opinion. Based on theories the company’s response to its first problems where appropriate but when the problematic events occurred again and again then theories suppose that the company should have responded differently.

Samþykkt: 
  • 7.3.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32479


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElinJohannsdottir_BA_lokaverk.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna