is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3248

Titill: 
 • Bankahrun og uppsagnir starfsfólks á Austurlandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmiðið með ritgerð þessari er að draga fram og greina þá þróun sem hefur orðið á uppsögnum starfsfólks á Austurlandi. Áhersla verður lögð á uppsagnir fyrir og eftir að fjármálakreppan brast á í október 2008 og hvernig fyrirtæki og stofnanir hafa brugðist við breyttu efnahagsástandi og er það útgangspunktur rannsóknarspurningarinnar. Tilefni þess að höfundar ákváðu að skrifa um þetta efni eru þær breytingar sem hafa orðið á samfélaginu í kjölfar kreppunnar, ekki bara á Austurlandi heldur á landinu öllu.
  Tekin voru viðtöl við forsvarsmenn 10 fyrirtækja og stofnana, þar sem áhersla var lögð á hvernig og hvort að bankahrunið hafi haft afgerandi áhrif á þeirra rekstur og hvernig þau hafi brugðist við breyttum aðstæðum. Rík áhersla var lögð á starfsmannamál, ráðningar og uppsagnir í viðtölunum og reynt að draga fram skýra mynd af því hvernig þessi mál hafa þróast frá því fyrir bankahrun og til dagsins í dag, skipt í þrjá megin hluta. Í þeim fyrsta er fræðilegi hlutinn, þar sem byggt er á fræðilegum gögnum um mannauðsstjórnun, ráðningarferla, uppsagnir, efnahagsþróun og vinnumarkaðinn. Í öðrum kaflanum er lýst hvaða rannsóknaraðferð var notuð til að afla gagna í ritgerðina. Notast var við eigindlega aðferðafræði í formi djúpviðtala. Auk þess var gerð rannsókn á hver þróunin hefur verið á atvinnulífi á Austurlandi síðast liðin 10 ár. Í þriðja hlutanum er greiningin á rannsókninni og svör viðmælenda í djúpviðtölunum í stuttu máli, þar sem leitast var við að fá svör við spurningum höfundanna.
  Í lokin eru lagðar fram tillögur um hvort eða hvernig megi bæta ráðningar- og uppsagnarferlið hjá fyrirtækjum með hliðsjón af þeim svörum sem fram komu í greiningarkaflanum. Allra síðast er farið í niðurstöður þar sem leitast er við að svara rannsóknarspurningunum sem ritgerðin byggir á.
  Lykilorð: Mannauðsstjórnun, fjármálakreppa, vinnulöggjöfin, uppsagnir, Austurland

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til júlí 2010
Samþykkt: 
 • 22.7.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3248


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bankahrun og uppsagnir starfsfólks á Austurlandi-heild.pdf1.5 MBOpinnBankahrun og uppsagnir starfsfólks á Austurlandi-heildPDFSkoða/Opna