Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32480
Hvert er viðhorf starfsmanna á hugbúnaðarsviðum Origo til núverandi vinnurýmis og mögulegra breytinga á því og hvað þarf að hafa í huga ef gera á breytingar? Höfundur lagði upp með þessa rannsóknarspurningu við upphaf verkefnisins. Rannsóknin var afmörkuð við tvö svið hugbúnaðarfyrirtækisins Origo, hugbúnaðarlausnir og viðskiptalausnir. Markmiðið var að kanna viðhorf starfsmanna þeirra sviða til núverandi vinnurýmis og viðhorf þeirra til að breyta því rými og taka upp verkefnamiðað vinnurými. Rannsóknin var unnin í samstarfi við Origo hf. Rannsóknin var byggð upp í kringum spurningakönnun sem var lögð fyrir starfsmenn ásamt því að höfundur heimsótti fyrirtæki í Reykjavík til þess að afla sér þekkingar á viðfangsefninu. Breytingar sem þessar kæmu til með að hafa mikil áhrif á starfsmenn fyrirtækisins og því þyrfti að undirbúa þær vel og upplýsa starfsfólk um breytingarnar og hvaða tilgangi þær þjóna. Af þeim niðurstöðum sem höfundur komst að er ljóst að verkefnamiðað vinnurými getur haft góð áhrif á starfsemi fyrirtækja á sama tíma og það getur dregið verulega úr kostnaði fyrirtækja þegar kemur að húsnæðiskostnaði. Í niðurstöðum spurningakönnunarinnar má sjá að starfsmenn eru almennt ánægðir með núverandi vinnurými og frekar neikvæðir gagnvart því að taka upp verkefnamiðað vinnurými.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
gunnarhoffmann_ba_lokaverk.pdf | 1.32 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |