is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32483

Titill: 
  • „Annað hvort stundarðu almannatengsl á samfélagsmiðlum eða ekki" : lykilþættir árangurs þegar kemur að almannatengslum og samfélagsmiðlum
  • Titill er á ensku "Either you use social media in public relations or not"
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Almannatenglar hafa lengi stuðist við fjölmiðla til að koma skilaboðum áleiðs til almennings. Með tilkomu samfélagsmiðla og almannaeignar á snjallsímum hafa opnast ný tækifæri í samskiptum og miðlun upplýsinga.
    Markmiðið rannsóknarinnar er að leitast eftir lykilþáttum til árangurs þegar kemur að almannatengslum og samfélagmiðlum. Þá er einnig ætlunin að skoða breytingar sem hafa átt sér stað á starfsvettvangi almannatengsla í kjölfar þróunar samfélagsmiðla og hvernig almannatenglar nýta sér samfélagsmiðla við dagleg störf.
    Rannsóknarefnið hefur ekki verið rannsakað mikið hér á landi svo vitað sé. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð.
    Stuðst var við fræðilegt efni er tengist almannatengslum, netinu og samfélagsmiðlum, auk fyrri rannsókna er snúa að viðfangsefninu. Tekin voru sex viðtöl við starfandi almannatengla. Þemaskipt greining var notuð við úrvinnslu gagna.
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að samfélagsmiðlar hafi veiklað fjölmiðla. Almannatenglar vinna að forvarnarvinnu með fyrirtækjum svo að þau rati ekki í vandræði og lykilatriði er að vera vakandi yfir samfélagsmiðlum því hraðinn er mikill og það þarf að bregðast skjótt við ef neikvæðar raddir láta á sér bera. Samfélagsmiðlar eru helst góðir fyrir þær sakir að efni getur náð betri dreifingu, þeir eru auðmælanlegir og það er hægt að eiga í nánara samtali við almenning.

  • Útdráttur er á ensku

    Public relations specialists have relied on the media for a long time to get their information to the public. With the arrival of social media and smart phones new opportunities have arisen in communication and information sharing.
    The goal of the study is to search for the key elements to success in public relations and social media. Another intention of the study is to look into the changes that have taken place in the field of public relations following this social media evolution and how public relations specialists use social media on a daily basis.
    The subject of this study does not seem to have been investigated much in Iceland. The method used was qualitative. Academic material related to public relations, the internet and social media was used as support in this study, in addition to prior studies on this subject. Six interviews were also taken with individuals working in the field of public relations. The methods used in processing the data were coding analysis.
    The main conclusion of the study is that social media has weakened the news media and public relations specialists are working with companies to prevent unfortunate situations. It’s crucial to be constantly aware of social media content because things happen fast, so reaction also needs to be fast when negative voices arise. Social media’s main advantages are wide distribution possibilities, its effects are easily measured, and contact with the public is closer.

Samþykkt: 
  • 7.3.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32483


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kamilla_lok_skemma...pdf854.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna