Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32486
Í verki þessu er leitast við að svara þeirri spurningu hvaða áhrif það hefði á íslenska mjólkurframleiðslu og alla þá sem henni tengjast að Ísland gengi í Evrópusambandið. Fyrst eru landbúnaðarkerfi þessara tveggja aðila borin saman. Styrkjakerfin eru ólík en reynt er að gera þeim báðum sem best skil. Þá er verðlagning til neytenda og bænda einnig borin saman og hvernig mismunandi staða iðnaðarins í samkeppnislögum og samkeppnisumhverfi hefur áhrif. Farið er yfir hvað kom helst fram í aðildarviðræðum Íslands við ESB á árunum 2009 til 2013 um mjólkuriðnaðinn og hvort hægt sé að draga ályktanir af þeim viðræðum um hvað yrði uppi á teningnum ef samningaviðræður yrðu hafnar á ný. Sérstaklega er litið til Finnlands og þeirra áhrifa sem urðu á mjólkuriðnaði þar í landi, þegar landið gekk fyrst inn, sem og uppbygging kerfisins, eins og það er í dag, skoðað sem nærtækasta dæmið um hvernig kerfið myndi líta út á Íslandi við inngöngu. Þá er farið yfir þau tækifæri sem gætu opnast fyrir íslenskan mjólkuriðnað við aðild og er þar sérstaklega litið til hreinleika íslensks landbúnaðar sem og þeirra miklu breytinga sem yrðu á fjármálakerfi landsins við upptöku evru.
Helstu niðurstöður eru þær að landbúnaðarkerfið myndi gjörbreytast, samkeppni myndi aukast, styrkir myndu lækka en þeir yrðu greiddir út á annan máta sem fela í sér ýmis tækifæri. Verð til bænda og neytenda myndi lækka til muna og opnun fyrir innflutning myndi hafa mikil áhrif á markaðinn. Þá eru mikil tækifæri fólgin í markaðssetningu á íslenskri vöru erlendis ef þess er gætt að allt eftirlit og hreinleiki standist ströngustu kröfur. Niðurstöður leiða ekki í ljós eitt beint svar um hvort aðild komi markaðnum vel eður ei en dregnir eru fram allir helstu áhrifaþættir sem vert er að hafa í huga þegar kemur að ákvörðunartöku. Sú ákvörðun er þó að miklu leyti háð þeim samningi sem næstnæðist ef gengið yrði aftur að samningsborðinu. Hægt er þó að draga skýrar ályktanir um stóran hluta þeirra breytinga sem yrðu, fyrir neytendur, afurðastöðvar og bændur. Þær eru allar settar fram og er niðurstaðan sú að útkoman yrði aldrei óumdeild og eru skýr og góð rök til staðar, bæði með og gegn aðild fyrir íslenskan mjólkurmarkað.
The purpose of this paper is to shed light on what impact it would have on dairy industry as a whole if Iceland were to join the EU. Firstly the two agricultural systems are compared. The support systems are fundamentally different in way they are designed and what influence they have on farming, both of them are explained in detail. How products are priced, and who has the power of controlling the price is also very different. The difference in market power and competition is explained and how it influences the market. We also look at the negotiations and work that was done when Iceland applied and started the process of joining the EU in the years 2009-2012. Are there any clues there that point us in the direction of what the outcome might be today? Then we look at Finland, which is the country where the local dairy industry is closest to resembling what impact EU membership would have on the Icelandic one. It also looks at the opportunities for the industry that come with membership, there we look in depth at the purity and quality of Icelandic milk and the agriculture as a whole as well the impact on production cost and the change of the financial system would that follow joining the eurozone.
In short the conclusion is that the agricultural system as a whole would fundamentally change. Increase competition would change the market, direct support to farmers would decrease and the method of payment change but offer opportunities instead. Price of raw milk would decrease as well as consumer prices and by joining the inner market and therefore opening the market up for imports would change the market as well. There are big chances for marketing Icelandic milk products abroad if all requirements about purity and surveillance are fulfilled. There is not a concrete conclusion on weather membership would have positive or negative effect on the whole industry but biggest factors that are needed to bare in mind when negotiating a deal are drawn out. The decision on joining or not depends a lot on the deal Iceland would get in negotiations with the EU. However, clear conclusions can be drawn on many of the changes that would be inevitable for farmers, consumers and production centres. Strong arguments are with and against joining, and are they made clear but the conclusion is that the decision will never please all stakeholders.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
TeiturErlingsson_BA_lokaverk.pdf | 557,9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |