is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3249

Titill: 
  • Rekstur háskóla á Íslandi og áhrifaþættir á val nemenda til námssetu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rekstur háskóla á Íslandi vekur oft upp spurningar. Fólk veltir þá fyrir sér hvers vegna það kostar meira að fara í einkarekinn skóla en ríkisrekinn þegar báðir skólarnir bjóða upp á sama námið. Í framhaldi af því vaknar sú spurning um hvers vegna einkareknir háskólar fá sama fjármagn frá ríkinu til kennslu eins og þeir ríkisreknu. Tilgangurinn með því að skrifa um rekstur háskóla á Íslandi var að finna svör við þessum vangaveltum. Ætlunin var þá að skoða ársskýrslur skólanna og sjá þannig hvaðan fé var að koma inn til háskólanna og einnig að skoða mismunandi lög og reglugerðir háskóla til að átta sig á ólíku rekstrarumhverfi. Niðurstöður leiddu í ljós að þegar horft var til fjármagns sem kom inn til skólanna þá er það vissulega rétt að skólarnir fá allir sama fjármagnið til kennslu en munur er þó á því að ríkisreknu skólarnir fá meira fjármagn til sín frá ríkinu, eins og fyrir húsnæði. Einkareknu skólarnir þurfa sjálfir að fjármagna húsnæði sín.
    Jafnframt var lögð könnun fyrir nemendur til að kanna hvað það var sem réði vali þeirra á háskólanámi og var þá tilgangurinn að sjá hvort orðspor og ímynd skólans hafði áhrif á valið, aðbúnaður og annað slíkt en einnig vildu höfundar komast að því hvert viðhorf þeirra var til skólagjalda og hvort nemendur í ríkisreknu skólunum hefðu fremur valið annan skóla ef skólagjöldin væru þau sömu í öllum háskólum landsins. Niðurstöður leiddu í ljós að nemendur voru almennt mjög ánægðir með skólann sem þeir völdu sér og hafði þá orðspor og ímynd fremur áhrif á val þeirra heldur en aðbúnaður og annað slíkt. Þeir nemendur sem voru í ríkisreknu skólunum myndu að stærstum hluta ekki skipta um skóla þó svo að skólagjöldin væru þau sömu innan allra háskólanna.
    Lykilorð: Háskólar, nemendur, viðhorf, fjármagn, útgjöld

Samþykkt: 
  • 22.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit - Skemman.pdf68.81 kBOpinnRekstur háskóla á Íslandi og áhrifaþættir á val nemenda til námssetu - EfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá - Skemman.pdf114.69 kBOpinnRekstur háskóla á Íslandi og áhrifaþættir á val nemenda til námssetu - HeimildaskráPDFSkoða/Opna
Viðauki.pdf2.35 MBOpinnRekstur háskóla á Íslandi og áhrifaþættir á val nemenda til námssetu - ViðaukiPDFSkoða/Opna
Skemman_fixed ritgerðin.pdf1.18 MBOpinnRekstur háskóla á Íslandi og áhrifaþættir á val nemenda til námssetu - HeildPDFSkoða/Opna