Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32490
Í ritgerð þessari verður leitast eftir að svara rannsóknarspurningunni hvort brot barnaverndarnefndar á málsmeðferðarreglum geti leitt til ógildingar stjórnvaldsákvörðunar. Þrátt fyrir grundvallarregluna um friðhelgi fjölskyldulífs hefur hið opinbera heimild til að takmarka friðhelgina sökum hagsmuna barnsins. Við könnun máls er barnaverndarnefnd skylt að fylgja ströngum málsmeðferðarreglum sem er einkum ætlað að tryggja að efni ákvörðunar verði bæði rétt og lögmæt. Þrátt fyrir að málsmeðferðareglur séu virtar að vettugi í einhverjum tilvikum leiðir það ekki sjálfkrafa til ógildingar heldur er það í höndum dómstóla að leggja mat á málsmeðferðina og taka afstöðu til þess hvort annmarkar hafi verið á málsmeðferð og enn fremur hvort hún sé til þess fallin að valda ógildingu. Rannsókn þessi sýnir fram á að þar sem barnaverndarmál varða mikilvæg grundvallarréttindi barna hefur annmarki á málsmeðferð í barnaverndarmálum minna vægi sökum hagsmuna barnsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SonjaHPalsdottir_BS_lokaverk.pdf | 417,05 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |