Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32491
Í þessu lokaverkefni mun höfundur leitast við að skýra hugtökin Blockchain og snjallsamningar. Í upphafi verður saga Blockchain skoðuð og hugtakið skilgreint ásamt því að möguleikar þeirrar tækni verða skoðaðir. Í framhaldinu verður hugtakið snjallsamningar skoðað og það skilgreint. Farið verður yfir þau lagalegu álitaefni sem upp geta komið með tilkomu þessarar tækni. Verður einnig litið til þeirrar vinna sem nú þegar er farin af stað í ráðuneytum um rafræn viðskipti á Íslandi, t.d. þegar kemur að rafrænum þinglýsingum.
Er niðurstaða höfundar sú að möguleikar Blockchain og snjallsamninga eru mjög miklir. Til þess að hægt verði að innleiða þessa tækni inn í íslenskt viðskiptalíf og í opinbera stjórnsýslu er hins vegar nauðsynlegt að fara í heildarskoðun á lögum enda fyrirsjáanlegt að lagaárekstrar geta teflt í tvísýnu réttarvernd þeirra hagsmuna sem áunnir eru með rafrænum hætti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
VignirMárSigurjónsson_BS_Lokaverk.pdf | 429.72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |