is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32493

Titill: 
 • Er samsvörun á milli þess á hvaða tungumáli Íslendingar fá þjónustu á íslenskum veitingastöðum og hversu miklu máli það skiptir Íslendinga að hafa íslensku sem þjónustutungumál þar?: Hvaða atriði tengd íslenskri tungu gætu helst skýrt svarið?
 • Titill er á ensku Is there a correlation between what language is used for servicing Icelanders in restaurants in Iceland and how important it is for Icelanders to have the Icelandic language used as a service-language there?: What issues connected to the Icelandic language could explane the answear?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknin var gerð til að kanna stöðu íslenskunnar sem þjónustutungumáls fyrir Íslendinga á veitingastöðum - hvort Íslendingar vilji hafa íslensku sem þjónustutungumál þar og hvaða ástæður gætu mögulega skýrt stöðu íslenskunnar á veitingastöðum.
  Könnuð var samsvörun á milli stöðu þjónustuveitanda og óska Íslendinga – hvað stjórnendur veitingastaðanna segja um stöðu íslenskunnar og hversu miklu máli það skiptir Íslendinga að fá íslenska þjónustu á veitingastöðum.
  Tekin voru viðtöl við stjórnendur veitingastaða og sérfræðinga á svið íslenskrar tungu og gerð Netkönnun á afstöðu Íslendinga til íslensku sem þjónustutungumáls á veitingstöðum.
  Skýringa var síðan leitað hjá sérfræðingum í íslenskri tungu á niðurstöðum rannsóknarinnar, út frá utanaðkomandi áhrifum, íbúum og stjórnenda veitingastaða, innviðum í íslensku samfélagi og stefnumörkun íslenskrar tungu.
  Rannsóknin sýnir að þegar íslenskumælandi einstaklingur fer á veitingastað er ekki á vísan að róa. Á höfuðborgarsvæðinu er þjónustutungumálið líklega íslenska en á landsbyggðinni allt eins enska. Íslendingar vilja fá þjónustu á íslensku á veitingastöðum en aldur, menntun og búseta skipta þó máli í afstöðu þeirra. Samsvörun er á höfuðborgarsvæðinu í afstöðu Íslendinga og stöðu íslenskunnar á veitingastöðum en hið gagnstæða á landsbyggðinni. Eintyngdir Íslendingar gætu átt von á sértækri þjónustu.
  Eina leiðin til að þjónusta Íslendinga á íslensku á veitingstöðum er að starfsfólkið kunni þjóðtungu Íslendinga að því marki sem starfið krefst. Kennara skortir til að kenna íslensku og samstillt átak allra aðila þarf til að tryggja stöðu íslenskunnar. Afstaða Íslendinga ætti að vera nægilega virkur ímyndarhvati fyrir stjórnendur veitingastaða.

 • Útdráttur er á ensku

  This research was undertaken to examine the status of the Icelandic language as a service-language for Icelanders. Firstly, if Icelanders want to use Icelandic as their service-language and secondly, what possible reasons could explain the status of the Icelandic language in restaurants in Iceland.
  Correlation between the status of the provider and the wishes of Icelanders was examined – what the restaurateurs say about the status of the Icelandic language and how important it is for Icelanders to receive services in their native tongue in local restaurants.
  Restaurateurs and experts in the Icelandic language were interviewed and an internet survey conducted on Icelanders’ stance on the use of Icelandic as a service-language in restaurants.
  Language experts were then consulted about the results. They provided explanations based on external influences, inhabitants and restaurant management, infrastructures of the Icelandic society and the strategic process of the Icelandic language.
  The research shows that when an Icelandic speaking person goes to a restaurant he or she cannot be sure they can use their native language to get service. In Greater Reykjavik the service-language is more likely to be Icelandic but in the countryside it could just as well be English. Icelanders want to use their own language when getting service in restaurants although age, education and residence does make a difference in their position. There is correlation in Greater Reykjavik between the Icelanders‘ stance and the status of the Icelandic language, but in the countryside it is the opposite.
  The best way to service Icelanders in Icelandic restaurants seems to be to have employees that speak Icelandic. However, there is a shortage of teachers to teach Icelandic and a need for a united effort of all parties to secure the place of the Icelandic language. The attitude and stance of Icelanders should be an incentive enough for the restaurateurs.

Samþykkt: 
 • 11.3.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32493


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA Lokaritgerð Í Menningarstjórnun 2018 Oddur Sigurðarson .pdf1.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna