is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32494

Titill: 
 • Menntun fyrir mannkyn og jörð : raddir nemenda um áhrif á eigin menntun og inntak hennar og viðhorf stjórnenda til sömu þátta
 • Titill er á ensku Education for people and planet : the voices of students in the matters of their own education and it´s content as well as the school management´s attitude to those same aspects
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin „Menntun fyrir mannkyn og jörð – raddir nemenda um áhrif á eigin menntun og inntak hennar og viðhorf stjórnenda til sömu þátta” fjallar um mikilvægi breytinga og nýsköpunar í skólastarfi út frá hugmyndum nemenda um áhrif þeirra á eigið nám og innihald þess, en einnig um áherslur alþjóðasamfélagsins á inntak náms á 21. öld. Titillinn er tilvísun í eftirlitsskýrslu UNESCO frá 2016 um menntun, en skýrslan ber heitið Education for people and planet: creating sustainable futures for all.
  Stuðst var við megindlegar niðurstöður rafrænna spurningakannana meðal 14 ára nemenda á Íslandi og í Slóvakíu. Þá voru tekin sex djúpviðtöl með eigindlegri rannsóknaraðferð við tvo íslenska skólastjórnendur, einn frá Tékklandi, einn frá Þýskalandi, einn frá Hollandi og að síðustu einn hollenskan skólafrumkvöðul. Einnig voru tekin viðtöl við 16 rýnihópa nemenda í skólum á Akureyri á aldrinum 13 – 15 ára.
  Horft var til kenninga um lykilhugtök eins og mannkostamenntun (e. character education), nemendalýðræði (e. student democracy), sjálfsákvörðunarréttur (e. self-determination), nýsköpun í skólastarfi (e. school innovation), dýpra nám (e. deep learning), sköpun (e. creativity) og samfélagsfrumkvöðlar (e. social entrepreneurs).
  Helstu niðurstöður eru að þrátt fyrir að sjálfsákvörðunarréttur nemandans í eigin námi og tækifæri hans á að velja viðfangsefni sé mjög mikilvægur, séu þvert á móti of fá tækifæri fyrir nemendur til þess í skólanum. Um 17% íslenskra stúlkna telja sig stundum eða oft fá að velja sér verkefni og aðeins rúm 6% jafnaldra þeirra í Slóvakíu. Tæp 23% íslenskra drengja telja sig frekar eða mjög oft fá tækifæri til að velja sér verkefni í skólanum en aðeins um 7% þeirra slóvakísku jafnaldra.
  Þá sýna niðurstöður að stór hópur nemendanna upplifir mikið tilgangsleysi í því sem þeir eru að gera í skólanum. Þannig segjast 38% íslensku stúlknanna og 42% þeirra slóvakísku upplifa að það sem þær eru að gera í skólanum skipti ekki máli. 41% íslensku drengjanna og 35% þeirra slóvakísku upplifa slíkt hið sama.
  Skapandi hugsun er einn af þeim lykilþáttum sem heilbrigt, sanngjarnt og skapandi samfélag til framtíðar er talið byggja á. Því var ánægjulegt að sjá að um 90% nemenda telja það frekar eða mjög mikilvægt að læra að vera skapandi í hugsun.
  Þá sýna niðurstöður að aðeins tæplega 60% íslenskra stúlkna finnst þær vera að læra margt sem er skemmtilegt í skólanum en um 48% drengja. Hlutfallið er mjög svipað í slóvakísku svörunum.
  Samkvæmt niðurstöðum finnst nemendum mest um vert að kunna að bjarga sér, kunna á peninga og kunna að skipuleggja líf sitt.
  Í skólaþróun og breytingum á kennsluaðferðum telja stjórnendur að vaninn geti oft hamlað breytingum. Þá er það skoðun bæði nemenda og stjórnenda að kennarar þurfi meiri stuðning til að þróa sig í starfi, ekki síst í upplýsingatækni.
  Ritgerðin „Menntun fyrir mannkyn og Jörð – raddir nemenda um áhrif á eigin menntun og inntak hennar og viðhorf stjórnenda til sömu þátta“ er 30 eininga ritgerð til meistaraprófs í Evrópufræðum við Háskólann á Bifröst.
  Lykilhugtök: Mannkostamenntun (e. character education), kenning um sjálfsákvörðunarréttinn (e. self-determination theory), nemendalýðræði (e. student democracy), nýsköpun í skólastarfi (e. school innovation), sköpun (e. creativity) og samfélagsfrumkvöðlar (e. social entrepreneurs).

 • Útdráttur er á ensku

  This research paper Education for people and planet – the voices of students in the matters of their own education and it´s content as well as the school management´s attitude to those same aspects discusses the importance of innovation and entrepreneurship in schools according to students own ideas of their possibilites for self-determination in their education and what should be tought in the 21st. century. The title refers to UNESCO´s supervisory report on education since 2016 which is titled Education for people and planet: creating sustainable futures for all.
  Answeres were sought by using qualitative methods with electronical questionaries among 14 year old students in Iceland and in Slovakia. Also six principals and school entrepreneurs from Iceland, the Netherlands, Slovakia, Germany and The Czech Republic were interviewed. At last 6-9 teenagers at the age of 13-15 years old in the schools of Akureyri were interviewed in 16 focus groups.
  Theoratical essence for this paper was character education,student democracy, self-determination, school innovation, deep learning, creativity and social entrepreneurs.
  Main discussion shows that even though student self-determination and their possibilites to choose school subjects is very important, there are too few opportunities of selection between subjects for them in the schools. About 17% of the Icelandic girls say that sometimes or often they can choose a subject and only 5% of their peers in Slovakia reply accordingly. 23% of the Icelandic boys have the same opinion and only 7% of their Slovakian peers.
  Results show that a big part of the group experiences a lack of purpose in what they are doing at school. 38% of the Icelandic girls are of that opinion and 42% of the Slovakian girls. 41% of the of the Icelandic boys think that what they do at schoolis unimportant to them and about 35% of their Slovakian peers seem to be of the same opinion.
  Creative thinking is one of the main keys for a healthy, fair and entrepreneurial culture in the communities of the future. So it came as a nice surprise that about 90% of the students agree that having a creative mindset is very important.
  Results show that about 60% of the Icelandic girls experience pleasure in what they learn at schools and about 48% of the boys. The rate is similar with their peers in Slovakia.
  It is reassuring to experience that according to the results students think that the potential to survive, to knowledge of financial matters and to be able to organize their own lives is the most important thing to be able to do.
  It is interesting to see that school principals think that teachers fixed habits is the main obstacle for entrepreneurial work and change in teaching methods. Teachers are theoritically well equipped but lack the knowledge of working with children, knowing the curriculum and what it really means to work inside the school system. Others lack the ability for class management in modern surroundings.
  At last, both students and principals have the opinion that teachers need to have more support in school innovation and teaching methods, mostly in UT.
  Keywords: Character education, self-determination theory, student democracy, school innovation, creativity and social entrepreneurs.

Samþykkt: 
 • 11.3.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32494


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Soffía Vagnsdóttir 13. febrúar 2019.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna