is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32495

Titill: 
  • Áhugaleikfélög á Íslandi : afhverju starfar þú með leikfélagi og hvaða þættir í starfsemi þess skipta mestu máli?
  • Titill er á ensku Amateur theatre in Iceland : why do you work with a theatre group and what in their work matters the most
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að komast að því afhverju fólk starfar með leikfélagi og hvaða þættir í starfi áhugaleikfélaga skipta máli. Af hverju kemur fólk saman eftir vinnu til að vinna að stóru verkefni í nokkrar vikur án þess að fá neitt í vasann fyrir það að jafnaði. Sjónum var beint að meðlimum áhugaleikfélaga sama hvaða hlutverki einstaklingurinn gegndi í sínu leikfélagi. Viðtal var tekið við þrjá einstaklinga sem buðu sig fram til að fara í viðtal útaf verkefninu og út frá þeim var gerð spurningakönnun sem send var út í lokaða hópa áhugaleikfélaga. Viðtölin fóru fram í enda febrúar og byrjun mars 2016 en spurningakönnunin var send út í október 2017. Notast var við blandaða rannsóknaraðferð og greiningu niðurstaðna. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þátttakendur höfðu persónulegan ávinning af leiklistinni. Viðmælendur voru almennt sammála um hvað félagslegi þátturinn var mikilvægur og hversu jákvæð áhrif leiklistin hefði á þau og aðra í kringum þau, spurningakönnunin samsvaraði sér við viðtölin. Helsta gagnrýnin sem kom fram voru streituvaldar eins og húsnæðismál, samningaviðræður við staðarhaldara eða sveitarfélög og álag á fjölskyldur á æfingatímabilum og þá sérstaklega ef fjölskyldan var ekki þátttakandi í leikfélaginu eða leiklist. Niðurstöðurnar vekja margar áhugaverðar spurningar sem vert er að skoða með áframhaldandi rannsókn sem getur vonandi aðstoðað áhugaleikfélög í framtíðinni til að sanna gildi sitt í samfélaginu.
    Lykilorð: Leiklist, drífandi, leikfélag, áhugi, skemmtun

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research was to look into why amateur theatre groups matter. Why do people gather after work to labour on a big project for a few weeks, without payment? The focus was on members in amateur heatre no matter what role they had within the theatre. Three members volunteered to be interviewed for the project. A survey was based on their answers and reactions, and sent to closed theatre groups. The interviews took place at the end of February and the beginning of March 2016. However, the survey was not published until October 2017. A mixed research method and analysis of results were used to diagnose the findings, which revealed that participants gained personal benefit from being involved with the theatre groups. Interviewees agreed on how important the social factor was, and the positive affect that amateur dramatics had on them, and others around them. The survey matched the interviews. The main criticism noted in both the survey and the interviews were stressors such as housing, negotiations with booking agents in some community centres, and stress on families. This was especially so if the family was not a member of the theatre or a participant in amateur dramatics. The survey result raised many interesting questions which would be worth considering in on-going research, and would hopefully aid many theatres in the future in proving their value to the community.
    Keywords
    Theatre, empowering, interest, entertainment, theatre groups

Samþykkt: 
  • 11.3.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ThorfridurThorarinsdottir_ML_lokaverk.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna