is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32496

Titill: 
  • Fasteignir í virðisaukaskatti : skylda til leiðréttingar innskatts
  • Titill er á ensku Real estate and value added tax : obligation for adjustment of input tax
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessari er ætlað að fjallar á heildstæðan hátt um helstu lög og reglur sem varða fasteignir í virðisaukaskatti. Fasteignir falla almennt fyrir utan skattskyldusvið virðisaukaskattslaga nr. 50/1988. Í 1. mgr. 6. gr. laganna er að finna heimild ráðherra til að setja reglur um að fyrirtæki sem selja óskattskylda þjónustu geti farið fram á svokallaða frjálsa skráningu í grunnskrá virðisaukaskatts. Í 4. mgr. 6. gr. laga nr. 50/1988 er kveðið á um heimild þeirra sem stunda byggingarstarfsemi á eigin kostnað, í þeim tilgangi að selja fasteignir virðisaukaskattsskráðum aðilum, til að sækja um svokallaða sérstaka skráningu í grunnskrá virðisaukaskatts. Ráðherra hefur sett nánari reglur um frjálsa og sérstaka skráningu með reglugerð nr. 577/1989. Hljóti fyrirtæki heimild til sérstakrar eða frjálsrar skráningar öðlast það rétt til innskattsfrádráttar. Sá réttur er bundinn því skilyrði að fasteignin verði notuð í virðisaukaskattsskyldri starfsemi um ákveðinn tíma. Breytist forsendur fyrir innskattsfrádrætti aðila þá ber honum að leiðrétta (bakfæra) fenginn innskatt, þ.e. leiðrétta virðisaukaskattskvöðina. Reglugerðir sem fjalla um fasteignir í virðisaukaskatti eru rýrar að efninu til og óljósar um t.d. hvað teljist til breyttra forsendna, hvaða innskattur myndi virðisaukaskattskvöð, skilyrði frjálsrar og sérstakrar skráningar o.fl. Ritgerðin varpar ljósi á þá galla sem til staðar eru í núgildandi reglugerðum sem fjalla um fasteignir í virðisaukaskatti. Leitast er eftir að greina niðurstöður yfirskattanefndar um ýmis álitamál sem upp hafa komið og sjá hvort skattframkvæmd samrýmist markmiðum virðisaukaskattslaga. Í niðurstöðum ritgerðarinnar má finna samantekt á gildandi reglum um meðferð fasteigna í virðisaukaskatti.

Samþykkt: 
  • 11.3.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HannesÖrnÍvarsson_ML_lokaverk_Klárt.pdf386.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna