is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32497

Titill: 
 • Panóramaheimildin í 16. gr. höfundalaga nr. 73 frá 1972 og h - lið 3.mgr. 5. gr. tilskipunar 2001/29/EB
 • Titill er á ensku The panorama exception in article 16 of the Icelandic copyright act no. 73 from 1972 and paragraph 3(h) article 5 of directive 2001/29/EC
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Ritgerð þessi er á sviði höfundaréttar og fjallar að meginefni um 16. gr. höfundalaga svo og h-lið 3. mgr. 5. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2001/29/EB frá 22. maí 2001.
  Ákvæði 16. gr. höfundalaga, nr. 73/1972, tekur til þeirrar heimildar að taka og birta myndir af byggingum svo og listaverkum sem staðsett hafa verið varanlega utanhúss á almannafæri án sérstaks samþykkis listamannsins eða arkitektsins. Sé mynd sem gerð er af verki eða byggingu aðalatriði myndar og hún hagnýtt til markaðssölu á höfundur rétt til þóknunar, nema um blaðamyndir eða sjónvarpsmyndir sé að ræða. Lagagreinin er í II. kafla höfundalaga sem nefnist Takmarkanir á höfundarétti og umsýsla höfundaréttar á grundvelli samningskvaða en þar er að finna undantekningar á einkarétti höfundar til eintakagerðar og birtingar.
  Miklar og örar tækniframfarir hafa átt sér stað síðan ákvæði 16. gr. höfundalaga var lögfest.
  Vegur hér þyngst tilkoma internetsins og stafræn miðlun upplýsinga.
  Í Evrópu hefur átt sér stað mikil umræða um gildi undantekninga frá einkarétti höfunda og stöðu höfundaverka sem staðsett eru varanlega í almannarými, svo og heimildir til að taka og birta myndir af slíkum verkum án samþykkis höfundar líkt og 16. gr. höfundalaga tekur til svo og h-liður 3. mgr. tilskipunar 2001/29/EB.
  Ekki hefur áður í íslenskum greinum, ritgerðum né fræðibókum á svið lögfræði verið fjallað ítarlega um réttarfyrirbærið og ekki er að finna sérstakt íslenskt hugtak yfir það. Höfundi ritgerðar þessarar var nokkur vandi á höndum þegar kom að íslenskun hugtaksins en að athuguðu máli þótti höfundi hugtakið panóramaheimildin viðeigandi.
  Í ritgerðinni er gerð grein fyrir efnisþáttum 16. gr. höfundalaga og ákvæðið borið saman við viðlíka ákvæði í erlendum rétti.
  Í inngangskafla ritgerðarinnar er varpað fram þremur rannsóknarspurningum. Í fyrsta lagi, hvort 16. gr. höfundalaga hafi staðist tímans tönn með tilliti til örrar tækniþróunar og breytinga á evrópsku og alþjóðlegu lagaumhverfi. Í öðru lagi, hvort breytinga sé þörf á ákvæðinu. Í þriðja lagi, hvort þörf sé á samræmdari reglum á innri markaði Evrópusambandsins hvað varðar panóramaheimildina í h-lið 3. mgr. 5. gr. InfoSoctilskipunarinnar.
  Að mati höfundar hefur 16. gr. höfundalaga staðist efnislega tímans tönn að mestu leyti þó orðfæri hennar sé nokkuð fornfálegt. Þörf er á breytingum á ákvæðinu bæði til þess að færa orðalagið nær nútímanum svo og að skerpa á eiginlegu efnisinntaki þess. Ákvæðið er aukinheldur í fullu samræmi við alþjóðasamninga og skuldbindingar sem Ísland er aðili að.
  Vegna ólíks regluverks er lýtur að panóramaheimildinni í Evrópu hefur tilgangi InfoSoctilskipunarinnar ekki verið náð og má segja að ósamræmt regluverk vinni gegn tilgangi tilskipunarinnar. Vegna þessa ástands er það niðurstaða höfundar að samræma þurfi regluverk ríkjanna.

Samþykkt: 
 • 11.3.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32497


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PANORAMA EINAR ORN ENDANLEG (1).pdf575.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Eydublad v ritgerðarskila EinarOrnGunnarsson.pdf84.47 kBLokaðurFylgiskjölPDF