is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32499

Titill: 
  • Höfrungahlaup í heilbrigðisgeiranum: Heltust ljósmæður úr lestinni?
  • Titill er á ensku Wage Leapfrogging: Were Icelandic Midwives Left Behind by Fellow Public Health Care Workers?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • „Höfrungahlaup“ er hugtak sem lýsir því þegar stéttir eða starfgreinar berja fram svokallaðar launaleiðréttingar án tillits til efnahagsaðstæðna á víxl við hvor aðra. Kjaradeila Ljósmóðurfélags Íslands og samninganefndar ríkisins árið 2018 dróst á langinn og áberandi mikill munur var á þeirri hækkun sem ríkið bauð og þeirrar kröfu sem ljósmæður fóru fram með. Kannað var hvort tíðar launaleiðréttingar ólíkra heilbrigðisstétta eftir hrun hefðu lækkað hlutfallsleg laun ljósmæðra og þannig aukið staðfestu ljósmæðra í kröfu sinni um launaleiðréttingu við samningaborðið árið 2018. Við rannsóknina var notast við gagnasafn Kjaranefndar opinberra starfsmanna frá árunum 1987 til 2005 og gögn Fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá árinu 2006 til júnímánaðar ársins 2018. Dagvinnu- og heildarlaun ljósmæðra voru borin saman við laun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélags Íslands, Sjúkraliðafélags Íslands og Félags geislafræðinga. Í ljós kom að í kjaradeilunni árið 2018 hafði sú hlutfallslega hækkun sem ljósmæður fengu í hlutfalli við samanburðarfélögin með launaleiðréttingunni árið 2008 gengið til baka að miklu eða öllu leyti.

Samþykkt: 
  • 13.3.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32499


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal PDF.pdf1.15 MBLokaður til...12.03.2020HeildartextiPDF
Yfirlýsing um m lokaverkefna a.pdf308.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF