en English is Íslenska

Thesis (Master's) University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/32500

Title: 
 • Title is in Icelandic Neyslu- og tannhirðuvenjur unglinga í 10. bekk og þekking þeirra á mögulegri skaðsemi drykkja á tennur
 • Dietary- and oral hygiene habits of adolescents in the tenth grade (ca. 15 years old) and their understanding of damaging effects of drinks to teeth
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Markmið rannsóknarinnar, sem nær til unglinga í 10. bekk á Íslandi árin 2014 og 2016, er að kanna eftirfarandi atriði:
  - Venjur í munnhirðu svo sem tíðni tannburstunar, notkun á
  tannþræði og flúormunnskoli.
  - Hvort unglingarnir fari reglulega í eftirlit til tannlæknis.
  - Hvort unglingarnir þekki og viti að þeir falla undir samning á
  milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um
  gjaldfrjálsar tannlækningar barna.
  - Tíðni neyslu unglinganna á sælgæti og gosdrykkjum og hvort þeir
  neyti orkudrykkja.
  - Þekkingu unglinganna á skaðsemi ýmissa gos– og vatnsdrykkja á
  tannheilsu.
  Niðurstöður munu veita góða innsýn í lífsstíl unglinga í 10. bekk á Íslandi hvað varðar munnhirðu og neysluvenjur á gosdrykkjum og sætindum. Með þessu er hægt að gera fræðslu markvissari og efla forvarnir.
  Efniviður og aðferðir: Notuð var megindleg rannsóknaraðferð þar sem útprentaður spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur. Þátttakendur voru unglingar í 10. bekk árin 2014 og 2016 og svöruðu 49% einstaklinga í þeim árgöngum (n=4116). Við úrvinnslu gagna var notast við tölfræðiforritið Rstudio. Skýribreytur voru búseta, kyn og upprunaland foreldra. Rannsakandi notaði lýsandi tölfræði fyrir niðurstöður rannsóknarinnar.
  Niðurstöður: Svörun var nokkuð jöfn eftir kynjum þar sem 51% stráka (n=2092) svöruðu spurningalista og 49% stelpna (n=2023). Flestir voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni (67%), 30% voru búsett til sjávar og 3% bjuggu til sveita. Alls 86% (n=3521) áttu foreldri af íslenskum uppruna og 14% (n=593) áttu foreldri eða foreldra af erlendum uppruna. Strákar burstuðu tennur sjaldnar en stelpur, notuðu síður tannþráð og flúormunnskol og voru því með marktækt lakari munnhirðu en stelpur. Af þátttakendum borðuðu 33,4% (N=1361) sælgæti einu sinni í viku, 32,0% (n=1305) 2–3 sinnum í viku, 24,4% (n=994) sjaldnar en einu sinni í viku, 6,9% (n=283) 4–6 sinnum í viku og 3,3% (n=135) daglega. Ekki var munur á neyslu sælgætis eftir kyni eða búsetu. Marktækt fleiri stelpur sögðust ekki drekka gos eða 28,8% (n=577) samanborið við 14,3% (n=296) stráka. Strákar voru einnig líklegri til þess að drekka orkudrykki en stelpur og sögðust 33,5% (n=687) stráka drekka orkudrykki en 21,6% (n=428) stelpna. Þekking á áhrifum ýmissa drykkja á tennur var almennt ekki góð en sú spurning, sem kom best út, var um áhrif kóks (Coca-Cola) á tennur en 61,7% (n=2516) svöruðu því rétt að kók stuðli að glerungseyðingu og tannátu.
  Samantekt: Rannsóknin nær yfir allt landið og veitir góða innsýn í munnhirðu og neysluvenjur 10. bekkinga á Íslandi. Ekki mælist mikill munur á milli landshluta sem gefur til kynna að landið sé orðið einsleitara, að þessu leyti, eins og fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á. Niðurstöðurnar benda til að strákar hafi almennt lakari munnhirðu en stelpur og þarf mögulega að miða forvarnir betur að þeim.

Accepted: 
 • Mar 13, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32500


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS ritgerð - Dana Rún H.pdf2.13 MBLocked Until...2019/06/22Complete TextPDF
img001.pdf400.15 kBLockedYfirlýsingPDF