is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32501

Titill: 
 • Persónumiðaða heilsufarsmatið Hermes
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Inngangur: Persónumiðuð nálgun er talin einn af grundvallarþáttum í að bæta gæði hjúkrunar og um leið heilbrigðisþjónustu almennt. Rannsóknir hafa sýnt að með notkun á persónumiðuðu heilsufarsmati næst mikilvæg innsýn í heilsufarsaðstæður skjólstæðinga
  Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig Hermes, persónumiðaða heilsufarsmatið nýtist við að að meta heilsufar aldraðra innan heilsugæslunnar.
  Aðferð: Um þátttökurannsókn var að ræða þar sem þátttakendur voru tíu eldri einstaklingar og fimm læknar. Hverjum hinna tíu eldri skjólstæðinga heilsugæslunnar var fylgt eftir um tveggja mánaða skeið. Gagnasöfnun fór fram á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu og á heimilum eldri þátttakenda á tímabilinu mars - júní 2018. Gagnasöfnun samanstóð af
  viðtölum sem fóru í gegnum Hermes og hálfsstöðluðum siðtölum við hina eldri þátttakendur um reynslu þeirra of notkun Hermes í upphafi og síðan í lok rannsóknar. Í millitíðinni tók rannsakandi óformleg viðtöl við þátttakendur eftir þörfum hvers og eins og skráði þau í dagbók. Dagbókarskrifin var mikilvægur þáttur gagnasöfnunar en í hana var framvinda rannsóknar skráð og ígrundanir á þau gögn sem safnað var. Ígrundanir með þeim lækni sem vísað hafði viðkomandi þátttakanda í rannsóknina var þáttur af dagbókarskrifunum. Við gagnagreiningu var notuð þemagreining.
  Niðurstöður: Í ljós komu fimm þemu og þrjú undirþemu. Fyrsta þemað var, Þróun á Hermes heilsufarsmatinu, en undirþemu vou þróun á uppbyggingu Hermes og samtalstækni og andrúmloftið í viðtalinu. Annað þemað var, heildrænt mat á heilsufari í gegnum opið persónumiðað viðtal og þið þriðja heildrænn skilningur og meðvitund um heilsufarsvanda. Fjórða þemað var, komið til móts við þarfir í gegnum meðferðarsamband og stuðningsviðtöl en undirþema þesa var möguleiki á valdeflinu. Síðasta þemað var stuðlað að þverfaglegri teymisvinnu.
  Ályktanir: Hermes gaf heildrænar upplýsingar um heilsufar þátttakenda sem nýttust heilbrigðiststarfsfólki í áframhaldandi meðferð einstaklingsins. Einnig gaf Hermes heilbrigðisstarfsfólki mikilvægar upplýsingar um heilsufar þátttakenda og persónulegan vilja þeirra sem mögulega hefðu annars ekki komið fram. Niðurstöður sýndu að viðtal með Hermes stuðlaði að styrkti meðferðarsambandið sem myndaðist á milli rannsakanda og þátttakenda. Niðurstöðurnar bentu einnig til að með notkun á Hermes væri hægt að efla þverfaglega teymisvinnu innan heilsugæslunnar.

 • Abstract
  Introduction: A person-centered approach in health care is important in improving the quality of nursing care and health care in general. Research has shown that through person-centred assessment important insigth can be gained of patient‘s health situation
  Goal: The main goal was to explore the applicability of the Hermes person-centred assessment tool in the health assessment of elderly clients in primary practice
  Method: Action research was applied in which ten elderly individuals and their five general physicians participated. Each elderly participant was followed for two months. Data was collected at a primary care clinic in the capital area and in the elderly participant´s homes from March till June 2018. Data collection comprised of the health interviews through the use of Hermes with the elderly participants at the beginning of the study and of semi-structed interviews with the participants about their experience of the use of Hermes at the beginning and at the end of the period. During the research period, the elderly participants met with the researcher as needed who conducted informal interviews with them which were recorded in a diary. The health situations and the progress of the elderly participants were also reflected upon with their general physician and recorded in the diary. Data was analysed with thematic analysis.
  Results: The results consited of five main themes and three subthemes.
  The first theme was, development of Hermes, which was divided into two subthemes, development of the structure and the interview technique and the athmosphere in the interview. The second theme was, holistic assessment through open person-centred interview and the third was, understanding and awareness of health problems was provided. The fourth was, needs attended to through therapeutic relationship and supportive interviews. It consisted of the sub-theme, possibility of empowerment provided. The last theme was, Hermes contributed to interdisciplinary teamwork.
  Conclusion: Hermes provided holistic information about the participants´ health, which health care professionals can use for continuing treatment. Hermes can provide health care professionals important information regarding the patient´s health and their personal desires that otherwise might not have emerged. The results showed that the use of Hermes helped strengthen the therapeutic relationship between the researcher and the participants and can promote interdisciplinary teamwork within the primary health care setting.

Samþykkt: 
 • 19.3.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Ólafsdóttir Hermes.pdf1.83 MBLokaður til...01.12.2023HeildartextiPDF