is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32502

Titill: 
  • Ráðstöfunar- og forkaupsréttur Hvernig takmarkar forkaupsrétturinn, ráðstöfunarréttinn sem verndaður er af 72. gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið lokaverkefnisins var að greina frá þeim takmörkunum sem forkaupsrétturinn setur ráðstöfunarréttinum. Til þess að svara rannsóknarspurningunni var fjallað um þá þætti sem máli skipta varðandi hvorn réttinn um sig. Fjallað var um mannréttindi með hliðsjón af eignarréttinum og lítillega könnuð sú þróun sem hefur orðið á mannréttindum. Friðhelgi eignarréttarins var skilgreind og einkenni þeirrar verndar. Skýrt var frá beinum og óbeinum eignarréttindum, enda beindist spurning lokaverkefnisins að þessum tveimur atriðum. Umfjöllunin um ráðstöfunarréttinn var almennur í fyrri hluta verkefnisins, en skýrður frekar meðfram umfjöllun forkaupsréttarins, sem jafnframt var megin þunginn í ritgerðinni. Vikið var stuttlega að þinglýsingum, með tilliti til réttarverndar um þær eignir sem þar falla undir. Ráðstöfunarrétturinn felur í sér rétt til þess að ráðstafa eign með löggerningi. Rétturinn er ein af grundvallarheimildum eignarréttarins og er hann, eins og aðrar heimildir sem leiða má af einkaforræðinu friðhelgur. Forkaupsrétturinn er valkvæður óbeinn eignarréttur, sem getur byggst á lagaákvæðum eða samningum. Ráðstöfunarrétturinn takmarkast af því sem kemur fram í viðkomandi forkaupsréttarákvæði í hverju tilviki fyrir sig. Forkaupsréttur er túlkaður þröngt þar sem um óbeinan eignarrétt og ákvöð er að ræða, hversu þröngt hann er túlkaður fer eftir mikilvægi þess að ráðstöfunarrétturinn fái að standa óáreittur. Hins vegar þarf að hafa í huga að forkaupsréttur er eignarréttur og því ríkir einnig friðhelgi yfir honum. Þarf því að hafa í huga hverju tilfelli fyrir sig,
    hvort verið sé að reyna að sniðganga réttinn.

Samþykkt: 
  • 20.3.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32502


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlynur_Freyr_Viggosson_ML_lokaverk..pdf920.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna