is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32503

Titill: 
 • Faraldsfræði stams hjá fjögurra ára börnum á Íslandi: Forprófun
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Um einn af hverjum 20 stamar einhvern tíma á lífsleiðinni og fimmtungur þeirra sem byrja að stama þróa með sér þrálátt stam. Stam kemur fram sem truflun á talflæði einstaklinga þannig að þeir hökta eða endurtaka hljóð, atkvæði eða orð eða stoppa alveg. Þrálátt stam getur haft mikil áhrif á andlega og félagslega líðan einstaklings sem stamar. Það getur rýrt getu einstaklings til þess að tjá sig og eiga samskipti við aðra sem minnkar lífgæði hans og hindrað þátttöku í námi og starfi.
  Algengi og nýgengistölur rannsókna á stami hafa verið á reiki vegna mismunandi aðferða og skilgreininga á stami. Rannsóknir um faraldfræði stams hafa skort upplýsingar um alvarleika stams. Slíkar upplýsingar gefa betri mynd af þörf fyrir þjónustu.
  Tilgangur þessarar forprófunar var í fyrsta lagi að athuga algengi stams meðal fjögurra ára barna á Íslandi, þ.e. kanna hve mörg börn af heildarúrtakinu stömuðu í athugun hjá rannsakanda. Í öðru lagi að athuga uppsafnað nýgengi stams meðal fjögurra ára barna á Íslandi, þ.e. kanna hve mörg börn stömuðu í athugun eða höfðu stamað að mati foreldra en voru hætt. Í þriðja lagi var tilgangurinn að kanna hve margir stömuðu af þeim sem foreldrar töldu að stömuðu. Í fjórða lagi að athuga alvarleika stams hjá börnunum sem stömuðu í athugun hjá rannsakanda og í fimmta lagi að athuga hver sjálfkvæmur bati var meðal barnanna við fjögurra ára aldur.
  Rannsóknin skiptist í tvö þrep, skimunarþrep og síðara þrep. Fyrra þrepið fólst í því að skimunarlisti var lagður fyrir foreldra barna í fjögurra ára skoðun á heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki var hægt að meta með beinum hætti stóran hóp barna. Þau börn sem voru talin stama eða foreldar voru ekki vissir hvort barnið stamaði eða hafði stamað var boðið að koma í nánari athugun hjá rannsakanda.
  133 foreldrar svöruðu skimunarlistanum á heilsugæslu en 34 börn skimuðust fyrir stami. Foreldrum var boðið að koma með börnin í nánari athugun á stami hjá rannsakanda þar sem myndband af stameinkennum var sýnt, málsýni af barninu í leik tekið og spurningalisti um stam lagður fyrir foreldra. 23 foreldrar þáðu boðið og komu í nánari skoðun. Við athugun stömuðu 10 börn að mati rannsakanda en allt stam var metið sem vægt stam. 16 börn voru talin hafa stamað einhverntíma að mati foreldra. Algengi stams var 7,5%, 95% Leiðrétt öryggisbil [4,0% ; 13,5%] en uppsafnað nýgengi stams var 12,0%, 95% öryggisbil [7,5% ; 18,8%]. Fimm börn stömuðu ekki í athugun og voru ekki talin stama lengur að mati foreldris og því var bati 31,3% við fjögurra ára aldur.
  Algengis- og nýgengistölur sem fengust í rannsókninni voru álíka háar eða ívið hærri en í fyrri rannsóknum á algengi og nýgengi stams meðal leikskólabarna. Smæð úrtaksins veldur því að erfitt er að meta hver raunverulegt algengi og nýgengi er meðal barna á þessum aldri. Rannsóknin hefur það umfram fyrri rannsóknir að foreldrum sem komu í nánari athugun hjá rannsakanda var sýnt myndband af dæmigerðum stameinkennum til að tryggja að þau vissu hvað stam væri. Í þessari rannsókn eru birtar tölur um alvarleika stamsins hjá börnunum auk þess að fjöldi stameinkenna hjá börnunum er gefinn upp. Samræmi milli reyndra matsmanna í talningu stams hjá börnunum er einnig birt. Frekari rannsókna er þörf á viðfangsefninu.

Styrktaraðili: 
 • -
Samþykkt: 
 • 25.3.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32503


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Faraldsfræði stams hjá fjögurra ára börnum á Íslandi-forprófun.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20190321_083949.jpg5.13 MBLokaðurYfirlýsingJPG