is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32505

Titill: 
 • Minningar afhjúpa sannleikann: Leikrit Tyrfings Tyrfingssonar og sýningargreining á verkinu Kartöfluæturnar.
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tyrfingur Tyrfingsson er ungt og framsækið leikskáld sem veigrar sér ekki við að ögra viðtakendum verka sinna og gera þá óörugga með sig sjálfa ekki síst vegna þess að þeir geta speglað sig í verkum hans. Tyrfingur hefur samið fimm verk sem sett hafa verið á svið auk eins útvarpsleikrits. Tyrfingur skapar eftirminnilegar persónur í sínum verkum og er óhræddur við ögrandi orðræðu. Hann telur leikhúsið vera stað sem eigi að ögra og spyrja spurninga sem hreyfa við áhorfendum.
  Sýning á einu verka Tyrfings, Kartöfluætunum, var kveikjan að þessari ritgerð og, í framhaldi af því, forvitni um önnur verk hans og sérstöðu hans sem leikskálds. Í ritgerðinni er leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvernig afhjúpa minningar sannleikann í verkum Tyrfings Tyrfingssonar og hvaða erindi á verk eins og Kartöfluæturnar við áhorfendur á okkar dögum? Í leit að svörum var rýnt í önnur verk Tyrfings, verk hans borin saman við leikverk íslenskra og erlendra höfunda og reynt að staðsetja hann í ákveðinni hefð leikskálda.
  Nostalgía er einkenni samtímamenningar en stundum er um að ræða falskt endurlit um tíma sem aldrei var. Minningar skipta máli fyrir persónur í verkum Tyrfings og það eru óvelkomnar minningar sem koma atburðarrásinni af stað. Í verkum Tyrfings er fjölskyldan í fyrirrúmi og vandamál sem koma upp innan hennar. Flestir kjósa átakalaust og gott líf en Tyrfingur sýnir fram á að þannig líf er hvergi að finna. Lífið þarfnast átaka og það dugir ekki að vera á flótta undan sjálfum sér né undan minningum fortíðar. Í verkum Tyrfings er samt sem áður að finna von um ást og betra líf.
  Áhorfendur að verkum Tyrfings sitja í lokin eftir með vangaveltur um hvernig málum er háttað í þeirra lífi. Þess vegna eiga verk hans erindi við áhorfendur á okkar dögum og á öllum tímum.

 • Tyrfingur Tyrfingsson (born 1987) is a young and progressive playwright who is not afraid to challenge his audience by instilling insecurity in them, not least because they recognise themselves in his works and can mirror themselves in them.
  Tyrfingur has written five plays for the stage as well as one radio play. He creates memorable characters in his works and does not shy away from using daring dialogues. In his opinion, the theatre is a place where questions that provoke and challenge are supposed be asked in such a way that the audience will be moved or stirred by them.
  The idea for this dissertation was prompted by a performance of one of Tyrfingur´s plays, The Potato Eaters (Kartöfluæturnar), but the play also spurred curiosity and further interest in his other work and in what distinguishes him from other playwrights.
  The following questions are out forward in this dissertation: How do memories, in Tyrfingur´s work, reveal the truth and does a play like The Potato Eaters have any relevance for the modern day audience? During the search for answers to these questions, other works of Tyrfingur were also reviewed, and compared with the works of other Icelandic and foreign playwrights, in order to try to place him within a certain tradition of playwrights.
  Nostalgia is a characteristic of contemporary culture but sometimes it gives a deceptive reflection of a time that never was. Memories are of great importance for the characters of Tyrfingur´s plays and unsolicited memories prompt a chain of events. The family, and all the difficulties it faces, plays a major role in Tyrfingur´s plays. Most persons choose to lead a conflict free and pleasant life but Tyrfingur exposes that such life is nowhere to be found. Life basically needs conflict and it serves no purpose to flee oneself nor run away from memories of the past. Tyrfingur´s work does however offer some hope of love and better life.
  The plays of Tyrfingur certainly leave the audiences wondering about the state of affairs in their own lives. This indicates that his work has meaning and relevance for the audiences at this day and age, and for times to come.

Samþykkt: 
 • 8.4.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32505


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing- Halldóra.pdf127.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Tyrfingur-Norge2.pdf580.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna