is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3251

Titill: 
 • Gæði löggjafar- og eftirlitsstarfs Alþingis frá sjónarhóli skipulags og stjórnunar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðar þessarar er gæði löggjafar- og eftirlitsstarfs Alþingis – frá sjónarhóli skipulags og stjórnunar.
  Tilefni ritgerðarinnar er í fyrsta lagi ábendingar umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum, í öðru lagi það atvik þegar Alþingi afgreiddi á innan við sólarhring 57,5% allra lagafrumvarpa sem afgreidd voru á 132. löggjafarþingi um það leyti sem afsögn þáverandi forsætisráðherra var fyrirsjáanleg, í þriðja lagi ábendingar Ríkisendurskoðunar um vankanta á hinu íslenska rammafyrirkomulagi fjárlagagerðar og í fjórða lagi ítrekaðar ábendingar Ríkisendurskoðunar um að verklagsregla í tengslum við aukafjárveitingar brjóti í bága við stjórnarskrá, fjárreiðulög og reglugerð um framkvæmd fjárlaga. Út frá þessum fjórum þáttum verður lögð áhersla á að skoða gæði löggjafar- og eftirlitsstarfs Alþingis. Nánar tiltekið er markmið ritgerðarinnar að kanna hvort núverandi stefna Alþingis, stjórnun þess og skipulag tryggi nægilega gæði löggjafar- og eftirlitsstarfs Alþingis.
  Sú aðferðafræði sem notast var við í rannsókninni byggist á heimildarýni og greiningu á fyrirliggjandi gögnum. Helgast það af eðli skipulagsheildarinnar sem til umfjöllunar er, þ.e. Alþingi, enda er til ógrynni af gögnum og upplýsingum um starfsemina sem þar fer fram. Þá var einnig til samanburðar notast við lagasöfn og ársskýrslur norrænna þjóðþinga sem aðgengilegar eru á heimasíðum þeirra. Í ritgerðinni er vikið að sérstöðu Alþingis sem skipulagsheildar, en þar starfa tveir ólíkir hópar, þ.e. annars vegar þjóðkjörnir fulltrúar, sem mynda hið eiginlega löggjafarvald, og hins vegar starfsfólk þingsins.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að Alþingi virðist hafa óljósa stefnu að því er varðar skipulag og stjórnun þess. Ekki er að finna upplýsingar um að aðferðir stjórnunarfræðinnar, samanber t.d. markmiðasetning, gæðastjórnun, verkefnastjórnun og þekkingarstjórnun, séu notaðar á markvissan hátt í starfsemi þingsins. Þá eru ákvæði þingskapalaga og starfsmannalaga, sem fjalla um skipulag og stjórnun, óskýr um margt og stangast jafnvel á. Eins er dæmi um að í reglum forsætisnefndar sé vísað í röng lagaákvæði. Loks er vinnubrögðum þingsins varðandi lagasetningu og eftirlit ábótavant. Gagnrýna umræðu og eftirfylgni skortir. Í lok ritgerðar eru gerðar tillögur til frekari rannsókna á þessu sviði.

Samþykkt: 
 • 23.10.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3251


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd_sept08_fixed.pdf2.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna