Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/32518
Stjórnskipuleg staða forseta Íslands hefur lengi verið áberandi í umræðunni og þá sérstaklega eftir að forseti Íslands beitti málskotsrétti sínum í fyrsta sinn. Margir telja hlutverk forsetans hafa í kjölfarið orðið veigameira í íslenskum stjórnmálum. Markmið þessarar ritgerðar er að leita svara við þeirri spurningu hvort forsetaembættið sé valdalítið þjóðhöfðingjaembætti eða hvort pólitískt vægi þess hafi aukist á síðari árum og stjórnskipun á Íslandi í kjölfarið þróast í átt að forsetaþingræði? Leitast verður eftir því að svara þessari spurningu með því að rýna í embættistíma Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðna Th. Jóhannessonar þar sem farið verður yfir þróun og áhrif þeirra á forsetaembættið. Á Íslandi ríkir þingræðisskipulag en samkvæmt því sækir ríkisstjórnin umboð sitt til meirihluta Alþingis og er embætti þjóðhöfðingja einnig talið valdalítið. Í forsetaþingræði er hins vegar lögð töluvert meiri áhersla á aukin völd forsetans og að draga úr áhrifum þingsins. Það er því athyglisvert að skoða hvort að stjórnskipan á Íslandi hafi þróast í þessa átt án þess að stjórnarskránni hafi verið breytt. Lengi hefur verið rætt um heildarendurskoðun á stjórnarskránni þar sem hlutverk forseta Íslands yrði skýrt betur en þær breytingar hafa enn ekki átt sér stað. Því er ekki er hægt að segja að stjórnskipun á Íslandi hafi þróast yfir í forsetaþingræði þrátt fyrir að pólitískt vægi forsetaembættisins hafi aukist á síðustu árum, þar sem stjórnarskráin veitir forsetanum ekki umtalsverð völd.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Þróun stjórnskipulegrar stöðu forseta Íslands.pdf | 558,56 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing BA ritgerðIBJ.pdf | 46,63 kB | Locked | Yfirlýsing |