is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32523

Titill: 
  • EBA XBRL skýrslur í vöruhús gagna með DataVault aðferðafræði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í verkefninu er lýst hvernig hægt er að flytja XBRL skýrslur inn í vöruhús gagna með Data Vault aðferðafræðinni. XBRL staðallinn er flókinn þar sem skýrslurnar þurfa að innihalda allar mælanlegar skilgreiningar á fjármálaupplýsingum sem eftirlitstofnanir þurfa til að uppfylla eftirlitsskyldur sínar. Vegna flækjustigs XBRL staðalsins fjallar þessi ritgerð aðeins um þau atriði hans sem skipta máli fyrir lausn á þessu verkefni.
    Útfærð er högun vöruhúss gagna ásamt gagnahögun með Data Vault aðferðafræðinni. Smíðuð er fyrirspurn þar sem OpenXML er nýtt við að umbreyta gögnum úr XBRL skýrslu yfir í vöruhúsagögn.
    Auk þess eru lýsigögn, útgefin af Europen Banking Authority, tengd við vöruhúsagögnin sem koma úr XBRL skýrslum. Vöruhúsið endar tilbúið fyrir skýrslugerð og greiningar. Til útskýringar er tekið eitt dæmi um skýrslu þar sem þessi gögn eru notuð sem inntak í vinnslu á skýrslunni Fjármálastöðuleika mælikvarðar (FSI) sem skilað er til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Lausnin var útfærð að fullu og fór í notkun hjá Seðlabanka Íslands á meðan á vinnslu MS verkefnisins stóð.

Samþykkt: 
  • 12.4.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32523


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svanfríður Helgadóttir.pdf2.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.JPG74.31 kBLokaðurYfirlýsingJPG