is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32525

Titill: 
  • Eftirlit dómstóla með þvingunarráðstöfunum: Haldlagning, húsleit, líkamsleit og skyldar aðgerðir.
  • Titill er á ensku Inspection by courts of law by means of extortion: Requisition, search warrant, body search and related measures.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um eftirlit dómstóla með þvingunarráðstöfunum með áherslu á ráðstafanir sem felast í haldlagningu, húsleit og líkamsleit. Í 1. málsl. 2. mgr. 71. gr. stjskr. er mælt fyrir um að ekki megi gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Höfundur mun því fara í dómarannsókn sem felst í því að skoða annars vegar fyrir fram skoðun dómstóla þegar veittur er dómsúrskurður til slíkra ráðstafana og hins vegar endurskoðun dómstóla á ráðstöfunum sem koma að jafnaði til kasta dómstóla í formi bótakröfu á grundvelli XXXIX. kafla laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 eða miskabótakröfu á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 , eða þegar lögmæti er borið undir á grundvelli 2. mgr. 102. gr. sml. eða annarra sérákvæða. Markmið umfjöllunarinnar verður að varpa ljósi á með hvaða hætti dómstólar hafa eftirlit með þvingunarráðstöfunum, hversu mikið aðhald dómstólar veita lögreglu og öðrum stjórnvöldum sem beita slíkum aðgerðum í þágu rannsóknar og að lokum gera samanburð á endurskoðun eftir því hvort um sé að ræða haldlagningu, húsleit eða líkamsleit.

Samþykkt: 
  • 12.4.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32525


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf122.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaskjal_HrafnhildurArnadottir.pdf399.82 kBLokaður til...01.05.2025HeildartextiPDF