Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32527
Með aukinni alþjóðavæðingu, tilkomu EES samningsins og því Evrópusamstarfi sem beinlínis er fólgið í þeim samningi en einnig öðru samstarfi milli Evrópuríkja, hefur menntakerfið á öllum stigum hér á landi tekið breytingum og samræming átt sér stað.
Í þessari ritgerð er fjallað um valdheimildir Evrópusambandsins á sviðum sem eru á valdsviði aðildarríkja þess og leitast við að útskýra aðkomu ESB á sviði menntamála vegna þátttöku Íslands í Evrópusamstarfi í gegnum aðild að EES samningnum. Einnig hvort aðkoma ESB komist í nálægð við að vera til lagasamræmingar. Þá verða skyldur EFTA ríkjanna til innleiðingar svokallaðra jaðarmála kannaðar og hvort eftirlitsstofnun EFTA hafi þar einhvers konar vald.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Aldís Mjöll Geirsdóttir-skemma.pdf | 284.64 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing-skemman.pdf | 431.87 kB | Lokaður | Yfirlýsing |