is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32528

Titill: 
  • Helga saga. Knappsannsaga úr gráa veruleikanum
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Helga saga er sannsaga í knappsöguformi, rituð undir leiðsögn Rúnars Helga Vignissonar. Hún hefst þar sem söguhetjan Helgi stígur inn á Landvetterflugvöll í Gautaborg og henni lýkur þegar hann gengur frá mér, sögukonunni, í Leifsstöð á leið sinni til baka eftir stutta heimsókn til „gamla landsins“ eins og hann kallar fæðingarland sitt. Þar á milli er lífssaga hans dregin fram úr minni sögukonu og teiknuð upp í nokkrum dráttum. Helgi fæddist með þunn taugahylki, svo örþunn að þau veittu litla vörn gegn lífinu. Kvíði hans og ótti uxu eftir því sem bernskan og æskan liðu fram og þegar fullorðinsárum var náð slitnaði taugakerfið með afdrifaríkum afleiðingum fyrir hann sjálfan, foreldra hans og systkini. Íslenska heilbrigðis- og félagskerfið reyndust vanmegnug og juku á stundum á vandann. Helgi bankaði á dyr hins sænska velferðarkerfis fyrir fjörutíu árum; þar hefur hann átt sitt athvarf síðan og „huxað út ráð við gráa veruleikanum“, eins og hann komst að orði í einu þeirra fjölmörgu bréfa til mín sem urðu bæði kveikjan og hryggjarstykkið að þessum skrifum.

  • Útdráttur er á ensku

    Helga saga is a non-fiction novella, written under the guidance of Rúnar Helgi Vignisson. It starts when the main character, Helgi, steps into Landvetter airport in Gothenburg, Sweden, and it ends when he walks away from me, the narrator, in Leifsstöð airport, Iceland, after a short visit to his „old country“ as he calls his land of birth. In between these two scenes lies his life-story, drawn up by the narrator’s memories. Helgi was born with thin nerve-fibers, in fact they were so thin that they had difficulty in coping with life. His anxiety and fear magnified as he got older, until in early adulthood his nerve-system broke with devastating consequences for himself, his parents and his siblings. The Icelandic health-care system and the welfare system proved unable to handle such a complicated case; sometimes they even made matters worse. Forty years ago Helgi knocked on the doors of the Swedish welfare system; there he was given refuge in which to „think about ways to deal with the grey reality“, as he put it in one of his numerous letters to me, letters which served both as an inspiration and backbone to this work.

Samþykkt: 
  • 15.4.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga saga.pdf971.32 kBLokaður til...01.07.2029HeildartextiPDF
Scan.jpeg73.32 kBLokaðurYfirlýsingJPG