is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3253

Titill: 
 • Liðsheild meðal slökkviliðsmanna. Rannsókn á Slökkviliði Akureyrar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á það hvernig liðsmenn Slökkviliðs Akureyrar meta liðsheild og liðvinnu liðsins. Með rannsókninni er ætlunin að sjá hversu sterk liðsheildin er innan liðsins og hvernig liðsmennirnir líta á sjálfa sig og hvorn annan þegar kemur að liðsvinnu. Búist var við jákvæðum niðurstöðum þar sem talið var að hópur manna sem vinnur saman í svo áhættusömu starfi þurfi að hafa hæfileika til þess að treysta hvorum öðrum og vinna saman á skilvirkan hátt.
  Rannsóknin er bæði eigindleg og megindleg en tekið var viðtal við slökkviliðsstjóra liðsins til að fá innsýn í liðið, kynnast betur starfi þess og fá upplýsingar yfirmanns um liðsvinnu og liðsheild innan liðsins. Í kjölfarið var send 23 spurninga könnun á liðsmenn Slökkviliðsins sem snertir starf þeirra og liðsheild. 27 slökkviliðsmenn af 35 svöruðu spurningalistanum.
  Þegar núverandi slökkviliðsstjóri tók við starfinu í lok árs 2006 var liðsandinn ekki mjög sterkur og eitt takmark slökkviliðsstjórans að styrkja bæði liðsheild og liðsanda („Vill efla liðsandann“, 2006). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að liðið hefur ákveðin einkenni árangursríkra liða svo sem samloðun, opin og óþvinguð samskipti, skýr hlutverk og traust. Eitt lykilatriði árangursríkra liða eru skýr markmið en liðsmennirnir voru þó ekki allir á því að markmið þeirra væru skýr.
  Þó að ekki liggi fyrir nákvæmar upplýsingar um það hversu slæm staða liðsheildar og liðsanda hjá Slökkviliðinu hafi verið áður en núverandi slökkviliðsstjóri tók við til samanburðar við niðurstöður þessarar rannsóknar má gefa sér það að hún hafi ekki verið góð samkvæmt viðtali við slökkviliðsstjóra og umfjöllun í fjölmiðlum. Það má því segja að vissu marki að slökkviliðsstjórinn hafi náð langt í takmarki sínu að efla liðsandann.

Samþykkt: 
 • 15.12.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Telma_Sveinsdottir_fixed.pdf639.61 kBLokaðurHeildartextiPDF