Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32533
Í lánssamningum er algengt að aðilar ákveði fyrir fram til hvaða vanefndaúrræða lánveitandi geti gripið til, vanefni lántaki skuldbindingar sínar. Ákvæði þess efnis í lánssamningi eru gjarnan kölluð vanefndaákvæði. Vanefndaákvæði geta verið mismunandi en ein tegund þeirra, gjaldfellingarákvæði svokölluð, kveða á um réttindi lánveitanda til að gjaldfella eftirstöðvar láns við tilteknar vanefndir lántaka. Verða slík ákvæði til umfjöllunar í þessari ritgerð. Meginmarkmiðið með skrifunum er að taka til skoðunar hvort einhver skilyrði séu sett fyrir rétti lánveitanda til að grípa til gjaldfellingar í kjölfar greiðsludráttar skuldara, og ef svo er, í hverju slík skilyrði felast.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð - Stanley Örn Axelsson.pdf | 345,62 kB | Lokaður til...01.01.2030 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing.pdf | 3,33 MB | Lokaður | Yfirlýsing |