is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32534

Titill: 
  • Meginregla EES-samningsins um einsleitni. Þróun meginreglunnar og áhrif hennar á íslenskan rétt
  • Titill er á ensku The EEA Agreement's Principle of Homogeneity. It's progression and the effect it has on Iceland's internal law
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftir undirritun EES-samningsins hér á landi risu miklar deilur um hvort samningurinn fæli í sér framsal ríkisvalds sem væri ósamrýmanlegt ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1994. Í kjölfar þess skipaði utanríkisráðherra nefnd lögfræðinga sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri þörf á stjórnarskrárbreytingu vegna inngöngu Íslands í EES. EES-samningurinn var því lögfestur án stjórnarskrárbreytingar þann 1. janúar 1994 með lögum nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Strax við lögfestingu EES-samningsins var ljóst að samningurinn væri öðruvísi en aðrir hefðbundnir þjóðréttarsamningar sem Ísland hefur undirgengist en trúlega gat enginn séð fyrir þá miklu þróun sem EES-samningurinn hefur gengið í gegnum og þau áhrif sem það hefur haft í för með sér hér á landi.
    Í ritgerð þessari voru skoðuð þau stjórnskipulegu álitamál sem innganga í EES hafði í för með sér fyrir Ísland, þ.á.m. voru forsendur nefndarinnar skoðaðar ásamt skoðunum fræðimanna. Að því loknu var reynt að varpa ljósi á þau áhrif sem þróun EES-samningsins hefur haft á fullveldi Íslands. Við þá yfirferð var sérstaklega tekin til skoðunar meginreglan um einsleitni (e. homogenity), hvert inntak hennar er og hvort auknar kröfur meginreglunnar geta samrýmst þeim fullveldiskröfum sem Ísland og önnur aðildarríki EFTA lögðu til grundvallar samstarfsins og aðildar sinnar að EES-samningnum.

Samþykkt: 
  • 15.4.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf478.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Skemman.pdf273.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF