is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32536

Titill: 
  • Samspil stjórnsýslukæru og málshöfðunar fyrir dómstólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það eru ákveðin úrræði í stjórnsýslurétti sem fela í sér eftirlit í formi endurskoðunar á stjórnvaldsákvörðunum eða almennum stjórnvaldsfyrirmælum. Stjórnsýslukæra er þegar æðra settu stjórnvaldi ber skylda til að endurskoða og rannsaka ákvörðun lægra setts stjórnvalds að kröfu aðila máls eða öðrum sem á kærurétt. Þá hvílir úrskurðarskylda á stjórnvaldinu, þ.e. skylda til að kanna hvort umrædd ákvörðun lægra setts stjórnvald standist lög. Skyldan er þó ekki undantekningarlaus. Stjórnvald má annars vegar víkja frá úrskurðarskyldu sinni ef aðili máls hefur ekki lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Hins vegar má stjórnvald í vissum tilvikum vísa máli frá ef sama álitaefi hefur verið lagt fyrir dómstóla. Það er rökstutt með þeim hætti að forðast skuli tvöfalda niðurstöðu um sama ágreiningsefni. Þá verður að skoða hvort aðili kærumálsins eða stjórnvaldið höfði dómsmálið. Réttur borgarans til að hafa uppi mál fyrir tveimur stjórnvöldum er grundvöllur réttaröryggis hans sem ekki verður skertur nema með skýrri heimild.

Samþykkt: 
  • 15.4.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32536


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð - Eva Hauksdóttir.pdf340.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni.pdf337.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF