Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32538
Í ritgerðinni er reynt að varpa ljósi á kæruskilyrði stjórnsýslukæru. Í því skyni eru fræðiskrif um efnið tekin fyrir auk þess sem reifaðir eru dómar Hæstaréttar Íslands, álit umboðsmanns Alþingis og úrskurðir ráðuneyta þar sem reynt hefur á skilyrðin og undantekningar frá þeim. Almennt þurfa þrjú skilyrði að vera uppfyllt ef stjórnsýsla á að vera tekin til efnismeðferðar af æðra stjórnvaldi. Fyrstu tvö skilyrðin leiðir beint af skilgreiningu hugtaksins stjórnsýslukæra og verða í öllum tilvikum að vera uppfyllt. Eru þau því nefnd frumskilyrði stjórnsýslukæru í ritgerðinni. Þetta eru kæruheimildarskilyrðið og kæruaðildarskilyrðið. Ef annað frumskilyrðanna er ekki uppfyllt leiðir það þegar til frávísunar stjórnsýslukæru. Þriðja skilyrðið er kærufrestsskilyrðið og leiðir það af lögum. Skilyrðið þarf almennt að vera uppfyllt og stjórnsýslukæru er almennt vísað frá ef kæra berst að liðnum kærufresti en lögbundnar undantekningar geta gert það að verkum að æðra stjórnvaldi sé skylt að taka stjórnsýslukæru til meðferðar. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar er viðfangsefni hennar afmarkað. Í öðrum kafla er fjallað með almennum hætti um réttarúrræðið stjórnsýslukæru. Í þriðja kafla víkur umfjöllun að kæruheimildarskilyrðinu og kæruaðildarsskilyrðinu. Í fjórða kafla er fjallað um kærufrestsskilyrðið og í fimmta kafla um réttaráhrif þess þegar stjórnsýslukæra berst að liðnum kærufresti og undantekningar frá kærufrestsskilyrðinu. Að lokum eru helstu niðurstöðum ritgerðarinnar gerð skil í sjötta kafla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerd_lokautgafa_med_forsidu_rafraen.pdf | 347.39 kB | Lokaður til...15.04.2029 | Heildartexti | ||
Yfirlysing_um_medferd_stafraens_eintaks_lokaverkefnis_LTh.pdf | 223.38 kB | Lokaður | Yfirlýsing |