is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32539

Titill: 
  • Jarðskjálftavarnir fyrir stagbrú á Ölfusá við Efri Laugardælaeyju
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á undanförnum áratugum hefur mikil þróun verið á jarðskjálftabúnaði til að verja brýr. Á Íslandi hafa blýgúmmílegur fyrst og fremst verið notaðar í þessu sambandi og ákveðin reynsla er komin á þær. Í þessari ritgerð er fókusinn settur á stagbrýr. Fyrst er fjallað um hönnun erlendra stagbrúa á þekktum jarðskjálftasvæðum. Í framhaldinu er fyrirhuguð stagbrú yfir Ölfusá við Efri Laugardælaeyju skoðuð nánar. Brúin er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og því er ekki sjálfsagt að blýgúmmílegur reynist ákjósanlegur kostur við jarðskjálftavarnir. Mannvirkið verður staðsett á þverbrotabelti Suðurlands og þarf að vera hönnuð fyrir nærsprunguáhrifum sem hafa greinst í jarðskjálftum þar. Slík áhrif einkennast af kröftugum lágtíðni hraðapúlsi á svæðum sem liggja nálægt upptökum jarðskjálfta. Þau er einkum hættuleg mannvirkjum með langan eiginsveiflutíma, sem er eitt af einkennum stagbrúa. Í verkefninu voru skráðar jarðskjálftatímaraðir á Suðurlandi keyrðar á reiknilíkan af stagbrúnni yfir Ölfusá og avinningur af notkun blýgúmmílega skoðaður. Niðurstöður benda til þess að blýgúmmílegurnar séu skilvirkari í þveráttina heldur en í langáttina þar sem miklar færslur brúargólfsins í langáttina valda miklu álagi á turninn.

  • Útdráttur er á ensku

    Seismic protection devices for bridges have developed rapidly in recent decades. Lead rubber bearings (LRBs) have mainly been used in Iceland as seismic devices and experience on using them has been established. The focus is on cable stayed bridges in this essay. Cable stayed bridges and their design in known earthquake zones are first discussed and then the planned bridge over Ölfusá near Efri Laugardælaeyja is examined in more detail. The bridge is the first of its type in Iceland and therefore it’s not given that LRBs are a suitable solution. The structure will be in the South Icelandic Seismic Zone (SISZ) and must be designed for near-source effects that have been recorded in earthquakes in the area. Near-source effects are characterized by strong low-frequency velocity pulse in areas near the earthquake source. It’s particularly dangerous to structures with a long natural period, which is one of the characteristics of cable-stayed bridges. Recorded time-series from SISZ where run on a computer model of the cable-stayed bridge and the benefits from using LRBs analysed. The results imply that LRBs are more suitable in the direction perpendicular to the bridge deck than in the bridge deck direction, because the large displacement of the bridge deck in the bridge deck direction cause large forces in the tower.

Samþykkt: 
  • 15.4.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingvar Hjartarson.pdf7.85 MBLokaður til...22.06.2019HeildartextiPDF
Skemman-Yfirlysing.pdf96.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF